Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Tekur fyrir deilu um fjár­hæð bóta fyrir varan­lega ör­orku eftir um­ferðar­slys

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé.

Innlent
Fréttamynd

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að hafa stungið mann ítrekað með skærum

Á fimmtudaginn í næstu viku hefst aðalmeðferð í máli karlmanns, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Maðurinn er meðal annars sagður hafa stungið annan ítrekað í líkamann með skærum.

Innlent
Fréttamynd

Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina

Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn tapaði Borgunar­málinu í héraðs­dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir slys á snjó­sleða

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum.

Innlent
Fréttamynd

Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti

Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin.

Innlent
Fréttamynd

Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón

„Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann.

Innlent
Fréttamynd

Máli skulda­bréfa­eig­enda gegn stjórn­endum WOW air ekki vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla.

Innherji
Fréttamynd

Var nær dauða en lífi en á­rásar­mennirnir ganga lausir

Frelsissvipting og pyntingar tveggja manna á þeim þriðja sem ollu óhug í íslensku samfélagi voru ekki vegna skuldar, heldur var um rán að ræða. Mennirnir tveir, sem hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl, þekktu þolandann. Faðir brotaþola segir galið að mennirnir gangi lausir.

Innlent
Fréttamynd

Páll áfrýjar en aðrir enn undir feldi

Tæplega sjötugur timbursali sem hlaut þyngsta dóminn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa aðrir sakborningar ekki enn tekið ákvörðun um áfrýjun.

Innlent
Fréttamynd

Telur sér­fróðan með­dómanda van­hæfan

Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nuddari ákærður fyrir nauðgun

Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk.

Innlent