Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Vanræksla í æsku og grípa hefði þurft mun fyrr inn í

22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Héraðsdómur segir nauðsynlegt að maðurinn leiti sér aðstoðar en hann glímir meðal annars við neysluvanda og persónuleikaröskun vegna ítrekaðra áfalla í æsku.

Innlent
Fréttamynd

Trygginga­stofnun hafði betur gegn Gráa hernum

Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Húsfélag fær 36 milljónir vegna galla

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Lundi 2-6 í Kópavogi 36 milljónir vegna galla í þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum.

Neytendur
Fréttamynd

Börn og eigin­kona fá bætur vegna hús­leitar

Landsréttur féllst á að greiða bæri konu, auk ólögráða barna hennar, bætur vegna húsleitar á heimili þeirra. Aðgerðir lögreglu beindust að eiginmanni konunnar en hann var þar að auki faðir barnanna, sem kröfðust bóta vegna aðgerða lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður en situr uppi með lög­fræði­kostnað

Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Trúir ekki öðru en að íslenska ríkið sjái að sér

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, á von á því að íslenska ríkið geri upp við dánarbú Tryggva Rúnars. Landsréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfu dánarbúsinss í dag en dæmdi um leið Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáni Viðars Júlíussonar í hag.

Innlent
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti

Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti

Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa selt mikinn meirihluta eigna HD verks eftir brunann

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar þess efnis að sýslumanni beri að gera kyrrsetningu hjá HD verki ehf, í tengslum við skaðabótakröfur vegna brunans sem varð þegar Bræðraborgarstígur 1 brann síðasta sumar. Félagið hefur selt stóran hluta eignasafns síns.

Innlent
Fréttamynd

Stal fimm lítra vín­flösku með um 60 þúsund króna þjór­fé starfs­fólks

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið föt fyrir 150 þúsund krónur úr verslun 66° norður, og vínflösku í eigu starfsmanna veitingastaðarins Lebowski bar á Laugavegi sem innihélt þjórfé að andvirði um sextíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda annarra brota.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns

Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri dæmdur fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu

Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni.

Innlent