Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“

Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur.

Erlent
Fréttamynd

Trump skiptir út varnar­mála­ráð­herranum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Undarleg staðsetning blaðamannafundar Giuliani vekur athygli

Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Táraðist í beinni eftir sigur Biden

Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna.

Lífið
Fréttamynd

Biden sigraði, hvað svo?

Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst?

Erlent
Fréttamynd

Trump viðurkennir ekki ósigur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag.

Erlent
Fréttamynd

Pennsylvanía færir Biden sigurinn

Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump

Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“.

Erlent
Fréttamynd

„Þau eru að reyna að stela kosningunum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin.

Erlent