Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 13:04
Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast. Innlent 14. nóvember 2023 12:33
Enginn hundur skilinn eftir Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Skoðun 14. nóvember 2023 12:30
Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. Viðskipti innlent 14. nóvember 2023 12:26
„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. Innlent 14. nóvember 2023 12:11
Bætur afturvirkar og óþarfi að sækja um strax Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Innlent 14. nóvember 2023 12:07
Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Innlent 14. nóvember 2023 12:03
Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Innlent 14. nóvember 2023 11:59
Kristín og Freysteinn ræddu náttúruhamfarir í Grindavík Hin hrikalega ógn sem vofir yfir Grindavík verður rædd í þættinum Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Umræðunni stýrir Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Innlent 14. nóvember 2023 11:57
Sigdalurinn er enn virkur Sigdalurinn sem hefur myndast undir Grindavíkurbæ er enn þá virkur. Líkur á eldgosi á svæðinu eru enn miklar og komi til goss er líklegust staðsetning þess við kvikuganginn. Innlent 14. nóvember 2023 11:56
Sigdalurinn seig í nótt og strangara eftirlit Sigdalur undir Grindavík seig í nótt og verða viðbragðsaðilar með strangara eftirlit við aðgerðir vegna björgun nauðsynja í bænum í dag. Gæslustjóri segir vel hafa gengið það sem af er degi. Innlent 14. nóvember 2023 11:50
Íbúarnir sem komust ekki í gær fá fimm mínútur í dag Íbúar í Grindavík sem ekki komust til síns heima í gær að sækja verðmæti fá til þess fimm mínútur í dag. Opið verður til Grindavíkur fyrir viðkomandi íbúa frá tólf á hádegi í fjórar klukkustundir. Innlent 14. nóvember 2023 11:11
Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum. Innlent 14. nóvember 2023 10:57
Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Innlent 14. nóvember 2023 10:55
Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Innlent 14. nóvember 2023 10:47
Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Skoðun 14. nóvember 2023 10:31
Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Innlent 14. nóvember 2023 09:26
Spyr hvers vegna HS Orka og Bláa lónið séu stikkfrí Guðjón Friðriksson sagnfræðingur orðar þar sem margir hugsa þegar hann spyr hvers vegna einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið sleppi frá því að leggja í púkkið við byggingu varnargarða? Innlent 14. nóvember 2023 08:54
Vaktin: Grindavík eins og skriðjökull Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. Innlent 14. nóvember 2023 05:40
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Innlent 14. nóvember 2023 00:26
Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. Innlent 13. nóvember 2023 22:29
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. Innlent 13. nóvember 2023 19:00
Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Innlent 13. nóvember 2023 18:17
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Innlent 13. nóvember 2023 17:08
Verndum mikilvæga innviði Einstakir atburðir eiga sér nú stað á Reykjanesi. Skjálftavirkni og yfirvofandi hætta á eldgosi hafa lamað hluta byggðar og hugur allra Íslendinga er með Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í námunda við mestu jarðhræringarnar eru orku- og veituinnviðir sem þjóna lykilhlutverki á Reykjanesskaganum öllum. Skoðun 13. nóvember 2023 17:00
Nýjar myndir staðfesta sig upp á allt að einn metra Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra. Innlent 13. nóvember 2023 16:47
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. Innlent 13. nóvember 2023 16:05
„Það er alveg glatað að þurfa að yfirgefa bæinn sinn“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það. Innlent 13. nóvember 2023 15:29
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. Innlent 13. nóvember 2023 15:24