Fundu virka sprengju nærri gönguleið Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Innlent 26. ágúst 2024 19:15
Gosið það stærsta til þessa síðan jarðhræringar hófust Eldgosið sem nú stendur yfir á Reykjanesi er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Landris mælist enn í Svartsengi og áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að mengun frá eldgosinu auk gróðurelda verði meðal annars í Svartsengi, Reykjanesbæ og í Vogum. Innlent 26. ágúst 2024 15:38
Litlar breytingar á eldgosinu eftir nóttina Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Sundhnúka síðan í gærmorgun en mikil gosvirkni er á svæðinu. Enn gýs á tveimur sprungum og eru gýgbarmar farnir að hlaðast upp. Innlent 26. ágúst 2024 07:25
Snarpur skjálfti á Suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti fannst víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Innlent 26. ágúst 2024 00:03
Gígbarmar farnir að hlaðast upp Virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á fimmtudag hefur verið nokkuð stöðug í nótt. Áfram gýs á tveimur stöðum norðaustan við Stóra-Skógfell og af vefmyndavélum að dæma eru gígbarmar farnir að hlaðast upp. Innlent 25. ágúst 2024 09:09
Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Innlent 24. ágúst 2024 20:23
Stærsta gosið til þessa Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Innlent 24. ágúst 2024 19:54
Ólafur Ragnar ávítar breskan fjölmiðil Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna. Innlent 24. ágúst 2024 17:14
Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Innlent 24. ágúst 2024 15:52
Gasmengun leggst yfir Grindavík í dag Eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Gasmengun mun berast til suðurs, yfir Grindavík, í dag enda norðlæg átt á gosstöðvunum. Gasmengun við eldstöðina getur farið yfir hættumörk í dag. Innlent 24. ágúst 2024 09:54
Virknin svipuð og jafnvel dregið úr henni Lítið er að frétta af eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á þriðja degi goss og hefur það náð vissu jafnvægi, að sögn náttúruvársérfræðings. Innlent 24. ágúst 2024 07:32
Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Innlent 23. ágúst 2024 21:54
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. Innlent 23. ágúst 2024 17:21
Margir að skoða gosið og mikil umferð Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi. Innlent 23. ágúst 2024 15:55
Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. Innlent 23. ágúst 2024 14:19
Fótbrotnaði í nótt á leið að gosstöðvum Lögeglan á Suðurnesjum sinnti í nótt útkalli vegna manns sem hafði lagt af stað að upptökum eldgossins frá Reykjanesbraut og fótbrotnaði í gjótu. Innlent 23. ágúst 2024 13:30
Gossprungan að lengjast til sex í morgun Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. Innlent 23. ágúst 2024 11:26
Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Innlent 23. ágúst 2024 10:39
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. Innlent 23. ágúst 2024 09:37
Ákveðinn léttir en áfram óvissa Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum. Innlent 23. ágúst 2024 08:40
„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Innlent 23. ágúst 2024 07:56
Gosið í myndum Ljósmyndarar og tökumenn voru mættir á vettvang um leið og fór að gjósa í gær, eins og þeirra er von og vísa. Hér má finna nokkrar myndir sem sýna gosið og viðbragð við því. Innlent 23. ágúst 2024 06:40
Vaktin: Grindvíkingar fá að snúa aftur Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Innlent 23. ágúst 2024 06:28
Hafa áhyggjur af kaldavatnslögn Mælingar benda til að hraunflæði eldgossins sem hófst í Sundhnúksgígaröðinni í kvöld sé um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Gert er ráð fyrir því að hraun nái fljótlega að Grindavíkurvegi. Innlent 23. ágúst 2024 01:55
Glóandi hraun í náttmyrkrinu Þrátt fyrir hvassviðrið á Reykjanesi náði Björn Steinbekk, myndatökumaður, glæsilegum myndum úr lofti af nýju hrauninu sem rennur nú á Sundhnúksgígaröðinni. Þar sést glóaandi hraunið flæða í myrkrinu. Innlent 23. ágúst 2024 01:01
Dregur úr skjálftavirkni og gossprungan að ná hámarkslengd Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni telur að gossprungan sé búin að ná hámarkslengd og að byrjað sé að draga úr skjálftavirkni. Innlent 23. ágúst 2024 00:01
Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Innlent 22. ágúst 2024 23:50
Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. Innlent 22. ágúst 2024 23:26
Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. Innlent 22. ágúst 2024 22:46
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. Innlent 22. ágúst 2024 22:43