EM karla í handbolta 2024

EM karla í handbolta 2024

Evrópumótið í handbolta karla fór fram 10. til 28. janúar 2024 í Þýskalandi.

Leikirnir




    Fréttamynd

    EM í dag: Hundfúlir með niður­stöðuna

    Þátttöku strákanna okkar á EM 2024 er lokið. Árangurinn var ekki góður og frammistaða liðsins langt frá þeim væntingum sem voru gerðar. Þátttöku strákanna okkar á EM 2024 er lokið. Árangurinn var ekki góður og frammistaða liðsins langt frá þeim væntingum sem voru gerðar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“

    Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mynda­syrpa frá síðasta leik mótsins

    Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur í síðasta leik Evrópumótsins gegn Austurríki í gær. Eftir úrslit gærdagsins er mótinu lokið hjá Íslandi og draumur liðsins um að komast á Ólympíuleikana er úti. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Skýrsla Sindra: Þeir voru svo sannar­lega veikir

    Á einhvern ótrúlegan hátt enn með góða von um að komast á Ólympíuleika, langt yfir á móti bensínlausum Austurríkismönnum, undirstrikuðu strákarnir okkar það sem komið hefur í ljós á EM. Að það er eitthvað stórkostlega mikið að og í dag er Ísland veikt lið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við getum al­veg kallað þetta von­brigði“

    Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þurfa lík­lega stóran sigur og að­stoð frá Afríku

    Líklegt er að Ísland þurfi og dugi fimm marka sigur gegn Austurríki á EM í handbolta í dag til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna. Ekki yrði þó hægt að fagna fyrr en eftir úrslitaleik á allt öðru móti, Afríkumótinu, á sunnudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Minnir ógn­væn­lega mikið á Covid-mótið

    Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag.

    Handbolti