

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni.
Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans.
Alan Hansen var á sínum tími máttarstólpi í gríðarlega sigursælu Liverpool-liði. Í seinni tíð var hann þekktur sem maðurinn sem sagði „þú vinnur ekkert með krakka í liðinu.“ Hann hefur nú hlotið MBE-orðuna fyrir störf sín.
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun yfirgefa Manchester United þegar tímabilinu í Englandi lýkur nú í vor. Samningur hans við félagið rennur þá út og ætlar hann að halda á vit ævintýranna.
Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool.
Hafnaboltamaðurinn Mitchell Voit, sem leikur með Michigan háskólanum, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi látbragði í leik gegn Suður-Karólínu háskólanum.
Þrátt fyrir að Daniel Levy, eigandi Tottenham, hafi rekið Mauricio Pochettino úr starfi knattspyrnustjóra liðsins talast þeir enn reglulega við. Pochettino hefur áhuga á að snúa aftur til Spurs einn daginn.
Eftir 25 ára samstarf við Nike hefur enska úrvalsdeildin nú samið við annan íþróttavöruframleiðanda, Puma, sem þar með mun útvega bolta fyrir næstu leiktíð. Ólíklegt er að það gleðji Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík.
Það virðist engu máli skipta hversu marga miðverði enska knattspyrnufélagið Manchester United kaupir eða sækir úr unglingastarfi sínu, allir meiðast þeir á endanum.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði.
Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta.
Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum.
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins.
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá.
Enski miðvörðurinn Marc Guehi verður að öllum líkindum eftirsóttur biti þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar.
Cole Palmer, leikmaður Chelsea, mun að öllum líkindum missa af leikjum enska landsliðsins í komandi landsleikjaglugga.
Fulham ætlar að vera með í baráttunni um Evrópusætin og sannaði það með 2-0 sigri á Tottenham í Lundúnaslag á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag.
Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Newcastle hafði betur gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í dag, 2-1.
Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppnum í tólf stig eftir 1-0 heimasigur á Chelsea í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var hetja Preston North End í ensku b-deildinni í fótbolta í gær.
Liverpool og Newcastle spila í dag til úrslita í enska deildabikarnum og fer leikurinn fram á Wembley leikvanginum.
Tvíburar í unglingaliði Manchester United eru að vekja mikla athygli og ekki bara vegna þess hver faðir þeirra er.
Kvennalið Arsenal í fótbolta fer fyrir nýrri herferð í Bretlandi þar sem stefnan er sett á að eyða skömminni hjá fótboltastelpum tengdu því að vera á blæðingum.
Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að hann muni ganga út og segja skilið við félagið ef hann fær sömu meðferð frá stuðningsmönnum liðsins og Glazer-fjölskyldan.
Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland sló enn eitt metið er hann skoraði fyrra mark Marnchester City gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Brentford vann sterkan 1-2 sigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.