Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum

Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

Hagnast um 339 milljónir króna 

Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, hagnaðist um 339 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 28 milljónir króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reddast þetta bara?

Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur.

Skoðun
Fréttamynd

Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun

Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Flest bendir til mjúkrar lendingar

Dósent í hagfræði segir Íslendinga nú geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveiflu hagkerfisins. Hingað til hafi hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutur ferðamanna í áfengissölu óviss

Óvíst er hve ferðamenn neyta mikils af áfengi á Íslandi. Vínkaupmaður segir tölur Landlæknisembættisins ekki standast skoðun og dregur í efa fullyrðingar um áhrif aukins aðgengis. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir duga að bera saman Danmörku og Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbær og ábyrg ferðaþjónusta

Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifæri til að rétta kúrsinn

Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram.

Skoðun
Fréttamynd

Þyngri róður í aprílmánuði

Samdráttar gætti í ýmsum kimum ferðaþjónustunnar í apríl. Fall WOW air hafði veruleg áhrif á rútufyrirtækin að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða en tekjur þess drógust saman um 34 prósent.

Viðskipti innlent