Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum

Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Innlent
Fréttamynd

100 milljóna króna göngu og hjólastígur

Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp

Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Rifjar upp hjólaferð yfir Sprengisand meira en sextíu árum síðar

Áratugum áður en Ísland varð að vinsælum áfangastað erlends útivistarfólks hjóluðu Bretinn Ron Bartle og þrír förunautar hans þvert yfir hálendið á sjötta áratug síðustu aldar. Bartle, sem er nú á níræðisaldri, rifjar upp svaðilförina í nýrri stuttmynd kvikmyndagerðarmanns sem reyndi að feta í hjólspor hans.

Ferðalög
Fréttamynd

Ísland langefst á lista Riot Games

Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­hugsuð til­laga um af­slátt af sköttum fyrir ferða­menn

Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk.

Skoðun
Fréttamynd

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Innlent
Fréttamynd

Von á tilslökunum á næstu dögum

Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri flug­vélar lentu á Akur­eyri en á Kefla­víkur­flug­velli

Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 

Innlent
Fréttamynd

Á puttanum um Suðurlandið en átti að vera í sóttkví

Erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví en ferðaðist austur um Suðurland á puttanum í liðinni viku var fluttur í sóttvarnarhús í Reykjavík. Honum jafnframt gert að greiða sekt vegna brots síns. Þetta var á meðal verkefna Lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku sem lögregla greinir frá á heimasíðu sinni og má lesa um að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu

Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Innlent
Fréttamynd

Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni

Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina.

Innlent