Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum

Háskólanemi frá Grikklandi hefur búið ásamt kærasta sínum í tjaldi í Laugardal frá því í júní og hyggst búa þar fram á haust. Katerina Parouka segist ekki kvíða kuldanum sem fylgi haustinu heldur njóti hún þess að sofa í tjaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn pirraður á Kurt

Á þjóðvegum landsins hafa margir tekið eftir manni á traktor með áfast hjólhýsi. Þetta er hinn danski Kurt L. Frederiksen sem er að aka hringinn í kringum Ísland og upp um fjöll og firnindi.

Lífið
Fréttamynd

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum

Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Segir að steypa þurfi í borholurnar

Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega.

Innlent
Fréttamynd

Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferða­manna

Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára

Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Innlent