Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hug­myndir

Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham og virtist ætla að vinna en fékk tvö mörk á sig mjög seint og tapaði leiknum. 1-2 lokaniðurstaða á Stamford Bridge. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool í efsta sætinu en Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sáu ekki til sólar en unnu samt

Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum

Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Everton á Etihad í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafrí. Heimamenn komust yfir og fengu síðan tækifæri snemma seinni hálfleiks til að vinna leikinn, en Erling Haaland brenndi víti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tók „erfiðustu á­kvörðun ævinnar“ og fór til Valencia

Valencia hefur verið í miklum vandræðum það sem af er tímabils, liðið hefur nú sótt sér nýjan þjálfara. Carlos Corberan var keyptur út úr starfi sínu sem þjálfari West Bromwich Albion. Hann segir það erfiðustu ákvörðun lífs síns að fara frá enska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Látnir gista líka á æfinga­svæðinu

Ekki nóg með að leikmenn Manchester City voru kallaðir til æfinga í gær, jóladag, þegar þeir eru vanir að vera í fríi þá fengu þeir heldur ekki að fara heim eftir æfinguna. Allir leikmenn liðsins sem taka þátt í leiknum gegn Everton á eftir gistu á æfingasvæðinu í nótt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið

Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar

Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna

Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Klopp sýndi Red Bull á­huga þegar hann var enn þjálfari Liverpool

Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá.

Enski boltinn