Ekkert víst að ríkasta félag heims muni eyða í janúar Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að það sé ólíklegt að hann nái að leysa slæmt gengi og meiðslavandræði liðsins með leikmannakaupum í janúarglugganum. Fótbolti 29. desember 2023 18:30
Lloris gæti verið á leið til silfurliðsins í Bandaríkjunum Hugo Lloris, markvörður Tottenham, á í viðræðum við bandaríska liðið Los Angeles FC. Hann hefur verið hjá Spurs í rúman áratug. Enski boltinn 29. desember 2023 16:31
Ancelotti framlengir við Real Madrid Ítalinn Carlo Ancelotti hefur skrifað undir nýjan samning við Real Madrid til 2026. Fótbolti 29. desember 2023 15:45
„Reiði og hatur eru oft góð orka“ Arnar Gunnlaugsson leyfði leikmönnum sínum ekki að fara heldur lét þá horfa á Blika taka á móti og fagna Íslandsmeistaraskildinum, á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan. Þannig vildi hann skapa hvatningu fyrir Víkinga sem í ár urðu svo Íslandsmeistarar með yfirburðum og einnig bikarmeistarar. Íslenski boltinn 29. desember 2023 13:02
Fundu loks þjálfara og sá er ekki íslenskur Eftir að hafa mistekist að landa Arnari Gunnlaugssyni sem nýjum þjálfara virðast forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping nú hafa fundið mann í starfið. Sá er ekki íslenskur. Fótbolti 29. desember 2023 12:25
Leno líklega ekki refsað fyrir að hrinda boltastráknum Bernd Leno, markvörður Fulham, sleppur væntanlega við refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að hrinda boltastrák í leik gegn Bournemouth á annan í jólum. Enski boltinn 29. desember 2023 12:01
Palace gæti rekið Hodgson og ráðið Cooper Roy Hodgson gæti orðið næsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem þarf að taka pokann sinn. Crystal Palace virðist vera búið að finna manninn til að taka við af honum. Enski boltinn 29. desember 2023 11:30
Ensk fótboltakona fannst látin í skógi Gemma Wiseman, sem vann brons með enska fótboltalandsliðinu á HM heyrnarlausra fyrir nokkrum árum, fannst látin á dögunum. Hún var 33 ára. Enski boltinn 29. desember 2023 11:01
Hent út úr ítölsku deildinni ef þau velja Ofurdeildina Ítalska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að ákveði eitthvert ítalskt félag að taka þátt í svokallaðri Ofurdeild þá fái það ekki lengur að spila í ítölsku A-deildinni. Fótbolti 29. desember 2023 10:30
Hólmfríður óttaðist um líf sitt Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna. Fótbolti 29. desember 2023 09:30
Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Enski boltinn 29. desember 2023 08:30
Arsenal setti ótrúlegt en neikvætt met Arsenal-menn misstu af tækifæri til að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn West Ham. Þeir sóttu þó vægast sagt mikið í leiknum. Enski boltinn 29. desember 2023 07:31
„Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar“ Hinn 16 ára Luke Littler hefur heldur betur stolið senunni í Alexandra Palace á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Unglingurinn ætlar að skella sér á Old Trafford þegar mótinu lýkur og vonast til að geta látið gott af sér leiða. Enski boltinn 29. desember 2023 07:00
„Tæknin er ekki nægilega góð“ Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. Enski boltinn 28. desember 2023 22:44
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. Enski boltinn 28. desember 2023 22:18
Brighton skellti sjóðheitu liði Tottenham Brighton vann góðan 4-2 heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tilraun Tottenham til endurkomu undir lokin dugði ekki til. Enski boltinn 28. desember 2023 21:38
Reyndu að plata lesendur með fréttum um Mbappe Lesendur Mundo Deportivo hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir lásu fréttir dagsins. Þar var meðal annars greint frá því að Kylian Mbappe væri óvænt á leið til Barcelona. Fótbolti 28. desember 2023 20:30
„Þetta er nútímavítaspyrna“ Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Enski boltinn 28. desember 2023 18:02
Bayern bendir á sturlaða staðreynd um Glódísi: „Svo sterk“ Glódís Perla Viggósdóttir er ekki bara komin í hóp bestu varnarmanna heims heldur virðist hún einhver áreiðanlegasta knattspyrnukona sem fyrirfinnst. Fótbolti 28. desember 2023 15:31
Með afar óvenjulega klásúlu í samningi við félag Arons Ítalski knattspyrnumaðurinn Marco Verratti vildi vera viss um að geta áfram varið miklum tíma í París, þegar hann samdi við katarska félagið Al-Arabi í sumar. Fótbolti 28. desember 2023 15:00
Onana valinn í Afríkumótshóp Kamerún André Onana, markvörður Manchester United, hefur verið valinn í landsliðshóp Kamerún fyrir Afríkumótið í fótbolta. Enski boltinn 28. desember 2023 14:31
James hræddur í Katar þar sem hann mátti ekki fara nakinn í sturtu Kólumbíski fótboltamaðurinn James Rodríguez átti erfitt með að aðlagast lífinu í Katar þegar hann lék með Al-Rayyan. Fótbolti 28. desember 2023 14:00
Ratcliffe má aldrei gagnrýna Glazer-fjölskylduna Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe verður að gæta þess að gagnrýna aldrei opinberlega þá Avram og Joe Glazer, eftir að hafa eignast 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Enski boltinn 28. desember 2023 11:00
Argur yfir reglunum eftir að Stones meiddist Meiðsli John Stones „líta ekki vel út“ að sögn knattspyrnustjóra Manchester City, Pep Guardiola, en Stones fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Enski boltinn 28. desember 2023 08:31
Sakaði þjálfarann um að stela treyju og fær ekki að fara á Afríkumótið Morlaye Sylla, miðjumaður Gíneu, er ekki á leiðinni á Afríkumótið í fótbolta eftir að hafa sakað þjálfara landsliðsins um að stela frá sér treyju sem hann fékk frá brasilísku stjörnunni Vinícius Junior. Fótbolti 28. desember 2023 08:00
Óvenju jólaleg úrslit í ensku C-deildinni Stevenage vann góðan sigur á Northampton í ensku C-deildinni á annan í jólum. Alla jafna þætti það ekki fréttaefni í íslenskum fjölmiðlum og þessi leikur eða úrslit í raun ekkert merkileg. Fótbolti 28. desember 2023 07:00
Ronaldo hefur augastað á 250 landsleikjum Cristano Ronaldo virðist hvergi nærri hættur að láta að sér kveða með landsliði Portúgal þrátt fyrir að verða 39 ára í febrúar á næsta ári. Hann ku hafa augastað á að rjúfa 250 leikja múrinn að sögn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgal. Fótbolti 27. desember 2023 23:30
Einstefna í seinni hálfleik kom City aftur á sigurbraut Manchester City spilaði sinn fyrsta leik síðan Evrópu- og Englandsmeistararnir tryggðu sér einnig titilinn heimsmeistarar félagsliða. Lærsveinar Pep Guardiola heimsóttu Everton til Bítlaborgarinnar en heimamenn hafa verið öflugir síðan tíu stig voru dregin af liðinu. Enski boltinn 27. desember 2023 22:15
Brentford steinlá á heimavelli gegn Úlfunum Hvorki gengur né rekur hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Wolves. Fótbolti 27. desember 2023 21:53
Madueke bjargaði jólunum fyrir Chelsea Lundúnaliðin Chelsea og Crystal Palace mættust á Stamford Bridge í kvöld en gestirnir í Palace höfðu ekki unnið í sjö deildarleikjum í röð og fögnuðu síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 4. nóvember síðastliðinn. Það varð engin breyting á því í kvöld. Enski boltinn 27. desember 2023 21:35