Alonso fari hvergi og Liverpool snýr sér annað Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2024 09:50 Xabi Alonso er sagður ætla að halda kyrru fyrir í Leverkusen. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að stjórnarmenn hjá Liverpool hafi gott sem afskrifað möguleikann á að fá Xabi Alonso til að taka við félaginu. Þeir skoði nú aðra kosti. Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01
Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01
Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02