Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Lukaku nálgast Juventus

Það stefnir allt í það að Romelu Lukaku sé að ganga í raðir Juventus. Lukaku er sagður hafa náð samkomulagi við Juventus og á aðeins eftir að semja um kaupverð.

Sport
Fréttamynd

Messi slær met í treyjusölu í Bandaríkjunum

Lionel Messi æðið í Bandaríkjunum heldur áfram. Íþróttavörumerkið Fanatics hefur gefið það út að sala á treyju Lionel Messi á fyrsta sólarhringnum væri sú söluhæsta frá upphafi hjá íþróttamanni sem skiptir um lið.

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu

Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyngby kaupir efnilegan leikmann frá FH

Danska knattspyrnuliðið, Lyngby, hefur fengið til sín Þorra Stefán Þorbjarnarson frá FH. Þorri er hugsaður til langstíma og mun byrja hjá U19 ára liði Lyngby.

Sport
Fréttamynd

Amrabat bíður eftir Man. Utd

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat hefur þegar samþykkt að ganga til liðs við Manchester United og þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Arabíu er Old Trafford sá áfangastaður sem hann þráir heitast. Enska félagið hefur þó ekki lagt fram neitt tilboð enn sem komið er.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mané og Ronaldo orðnir liðsfélagar

Sadio Mané er nýjasta fótboltastjarnan sem skrifar undir samning við félag í Sádi-Arabíu. Hann var í gær kynntur til leiks hjá Al-Nassr og verður þar liðsfélagi Cristiano Ronaldo.

Fótbolti