Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik"

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings.

Sport
Fréttamynd

„Stefán Árni er ekki að fara neitt“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap KR gegn Víkingum í Vesturbænum nú í kvöld. KR-ingar spiluðu vel og voru ef eitthvað er sterkari aðili leiksins en það voru gestirnir sem fóru heim í Fossvoginn með stigin þrjú.

Sport
Fréttamynd

„Við þurftum að þjást meira en við vildum“

Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur.

Sport
Fréttamynd

Hreinsunin byrjuð á Old Traf­ford

Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“

Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille.

Fótbolti