Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Neymar grét í fimm daga

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FC Riga 1-0 | Víkingur úr leik þrátt fyrir sigur

Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

Sport
Fréttamynd

Botn­liðið fær liðs­styrk

Selfoss hefur samið við Abby Burdette um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem stendur á botni deildarinnar með aðeins sjö stig, fimm frá öruggu sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rekinn eftir tapið gegn Klaks­vík

Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Fótbolti