Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Brynjar inn fyrir meiddan Sverri

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sancho til Chelsea á láni og Sterling lík­lega til Arsenal

Það styttist í að félagaskiptagluggi evrópskrar knattspyrnu loki og því er mikið um að vera þessar mínúturnar. Stærstu fréttirnar eru án efa þær að Chelsea er að fá Jadon Sancho á láni frá Manchester United með því skilyrði að Lundúnafélagið kaupi hann næsta sumar. Þá er Raheem Sterling á leið frá Chelsea til Arsenal á láni.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ekki oft sem maður skorar“

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er næsta skref“

„Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn