Hildur og félagar með fullt hús Hildur Antonsdóttir lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Madrid CFF í spænsku deildinni í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Espanyol. Fótbolti 15. september 2024 11:58
Hvorki bestir á heimavelli né á útivelli en unnu samt deildina Eyjamenn voru fljótir að vinna sér aftur sæti í Bestu deild karla í fótbolta en það gerðu þeir í gær með því að vinna Lengjudeildina. Íslenski boltinn 15. september 2024 11:43
Liðið hans Van Persie tapaði 9-1 Robin van Persie er ekki að byrja stjóraferill sinn vel með liði Heerenveen í heimalandinu. Fótbolti 15. september 2024 11:28
KSÍ lýsir yfir ánægju sinni með að Margrét taki mikilvæg verkefni að sér Margrét Magnúsdóttir flytur sig til hjá Knattspyrnusambandi Íslands og það verður nóg að gera hjá þjálfaranum á næstunni. Fótbolti 15. september 2024 11:21
Anthony Taylor dómari sló met í gær Anthony Taylor dæmdi leik Bournemouth og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sögubækurnar eru ekki samar á eftir. Enski boltinn 15. september 2024 10:42
UEFA hótar því að reka enska landsliðið af þeirra eigin EM England á að halda næsta Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2028. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú varað Englendinga við því að þeim gæti verið úthýst af mótinu sem þeir halda sjálfir. Enski boltinn 15. september 2024 10:22
Ída Marín fer mikinn með Louisiana State Íslenska knattspyrnukonan Ída Marín Hermannsdóttir er að byrja tímabilið vel í bandaríska háskólafótboltanum. Fótbolti 15. september 2024 10:00
Magnaður Messi mætti aftur með stæl Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Fótbolti 15. september 2024 09:31
Kane sló met Haaland sem sló met Rooney Tveir af helstu markahrókum ensku og þýsku úrvalsdeildanna undanfarin ár, Erling Haaland og Harry Kane, voru báðir á skotskónum í gær. Harry Kane sló met sem Haaland átti áður en Haaland sló met sem var áður í eigu Wayne Rooney. Fótbolti 15. september 2024 09:02
Fimmtán landsliðsmenn Íslands veikir eftir Tyrklandsferðina Fimmtán leikmenn Íslands og fleiri í þjálfarateymi landsliðsins fengu magakveisu í ferðinni til Tyrklands fyrr í vikunni. Fótbolti 15. september 2024 07:02
Will Ferrell fylgdist með Leeds í fyrsta sinn Gamanmyndaleikarinn og fótboltafjárfestirinn Will Ferrell sást í stúkunni á Elland Road í fyrsta sinn í dag þegar Leeds lék við Burnley. Enski boltinn 14. september 2024 23:01
Enginn varamaður skorað jafn mörg sigurmörk: „Getur orðið einn besti framherji heims“ Jhon Durán setti met þegar hann skoraði sigurmark eftir að hafa komið inn af varamannabekknum, í þriðja sinn á tímabilinu. Liðsfélagi hans telur hann geta orðið einn besta framherja heims. Enski boltinn 14. september 2024 22:16
Lang markahæstur í 2. deildinni: „Var þetta nokkurn tímann spurning?“ Völsungur er á leið upp í Lengjudeild karla og Jakob Gunnar Sigurðsson varð lang markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í sumar. Sætið var tryggt með 8-3 sigri gegn KFA í dag, þar sem Jakob skoraði þrennu. Íslenski boltinn 14. september 2024 21:12
Brynjólfur tryggði stig með tvennu af bekknum Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af varamannabekk Groningen og tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn Feyenoord. Fótbolti 14. september 2024 19:17
Aston Villa með ævintýralega endurkomu gegn Everton Aston Villa lenti tveimur mörkum undir en vann 3-2 gegn Everton í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 14. september 2024 18:46
Nkunku tryggði sigur eftir stoðsendingu Sancho Chelsea sótti 0-1 sigur á lokamínútum leiks gegn Bournemouth í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Varamaðurinn Christopher Nkunku skoraði markið eftir stoðsendingu Jadons Sancho, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið. Enski boltinn 14. september 2024 18:31
Tvö mörk af vítapunktinum skiluðu Madrídingum sigri Real Sociedad tók á móti Real Madrid og mátti þola 0-2 tap. Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum en kom inn á í seinni hálfleik. Fótbolti 14. september 2024 18:31
Alexandra kom inn á og varði forystu Fiorentina Tímabilið byrjar vel hjá Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélögum hennar í Fiorentina á Ítalíu. Eftir að hafa lent undir vannst útivallarsigur í dag, 1-2 gegn AC Milan. Alexandra byrjaði á bekknum en kom inn undir lokin og stýrði skipinu í höfn. Fótbolti 14. september 2024 18:17
Sex marka skellur fyrir Júlíus og félaga í Fredrikstad Júlíus Magnússon bar fyrirliðaband Fredrikstad í slæmu 6-1 tapi á útivelli gegn Molde. Fótbolti 14. september 2024 18:02
Elías varði mark meistaranna í endurkomusigri á FC Kaupmannahöfn Midtjylland jók forskot sitt í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn FC Kaupmannahöfn. Elías Rafn Ólafsson varði mark heimamanna en Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekk gestanna. Fótbolti 14. september 2024 17:55
„Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag“ Arne Slot laut í lægra haldi í fyrsta sinn sem þjálfari Liverpool í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifar tapið á skort á einstaklingsgæðum og slakar sendingar. Enski boltinn 14. september 2024 17:24
„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:01
„Ég get ekki hætt að gráta“ Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:00
Jason Daði lagði upp mark en það dugði ekki Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby máttu sætta sig við tap á heimavelli í ensku d-deildinni í dag. Enski boltinn 14. september 2024 16:21
Uppgjörið: Stjörnukonur lentu undir eftir 35 sekúndur en sigruðu Stjarnan tók á móti Tindastól í Garðabæ í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna á þessu tímabili. Þetta var þriðja og síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar kvenna en Stólarnir þurftu að sigra Stjörnuna með tveimur mörkum til að komast upp fyrir Garðbæinga í töflunni. Íslenski boltinn 14. september 2024 16:15
Haaland náði ekki þrennunni en tryggði sigurinn Erling Braut Haaland tryggði Manchester City 2-1 endurkomusigur á Brentford og er kominn með níu mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Enski boltinn 14. september 2024 16:05
Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Íslenski boltinn 14. september 2024 16:03
Forest kom flestum á óvart og stoppaði sigurgöngu Liverpool Nottingham Forest varð í dag fyrsta liðið til að bæði skora hjá og vinna Liverpool þegar liðið sótti þrjú stig á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. september 2024 15:54
Nítján sigrar í röð hjá Guðrúnu og félögum Guðrún Arnardóttir og félagar í Rosengård stefna hraðbyri að fullkomnu tímabili í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en liðið vann sinn nítjánda sigur í röð í dag. Fótbolti 14. september 2024 14:58
Hélt upp á afmæli eiginkonunnar með markinu Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt átti góðan dag með Manchester United í 3-0 sigri á Southampton. Enski boltinn 14. september 2024 14:33