
Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum
Heildarútgjöld gesta á Iceland Airwaves voru 1,6 milljarðar króna í fyrra. Hver gestur ver að meðaltali 400 þúsund krónum. Verkefna- og fræðslustjóri ÚTÓN segir að hátíðin skapi ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn erlendis.