Grunaður um mansal og að hafa brotið kynferðislega á ungum dreng Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði síðastliðinn fimmtudag karlmann í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um mansal og að hafa brotið kynferðislega á dreng. Innlent 19. maí 2022 14:32
Sandra Dís flýgur frítt með PLAY í heilt ár Sandra Dís Sigurðardóttir mun fljúga frítt með flugfélaginu PLAY í heilt ár en hún vann í samfélagsmiðlaleik flugfélagsins. Lífið 19. maí 2022 14:21
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Innlent 18. maí 2022 22:40
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 17. maí 2022 12:43
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17. maí 2022 12:01
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17. maí 2022 10:43
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair keypti fyrir fimm milljónir Ívar Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, keypti í dag þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir 5,19 milljónir króna. Viðskipti innlent 16. maí 2022 13:06
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. Skoðun 16. maí 2022 11:00
Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Viðskipti innlent 14. maí 2022 09:00
Ögurstund Reykjavíkurflugvallar Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring. Skoðun 13. maí 2022 22:00
Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Viðskipti innlent 13. maí 2022 11:20
Er lífið lotterí? Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Skoðun 12. maí 2022 18:01
Reynslulaus farþegi lenti flugvél Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni. Erlent 11. maí 2022 23:01
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. Innherji 11. maí 2022 18:31
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. Viðskipti innlent 11. maí 2022 08:01
Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. Innlent 10. maí 2022 22:22
Þrettán Færeyingar sæmdir riddarakrossi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í dag þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september árið 1970. Innlent 10. maí 2022 17:15
„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Innlent 10. maí 2022 16:59
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Innlent 10. maí 2022 15:31
Einn vill meira millilandaflug, annar vill breyta í íbúðabyggð Tvö lítt áberandi smáframboð í borgarstjórnarkosningunum eiga það sammerkt að setja Reykjavíkurflugvöll á oddinn, en eru þó algerlega á öndverðum meiði; annað vill flugvöllinn burt sem fyrst en hitt vill efla hann sem mest. Innlent 9. maí 2022 22:40
Hvernig björgum við Reykjavíkurflugvelli? Við búum á undarlegum tímum. Í nýlegri könnun á vegum Bylgjunnar vildu 79% þátttakenda hafa flugvöll áfram í Vatnsmýri en samt vinna borgaryfirvöld af því hörðum höndum að loka vellinum og flytja annað. Skoðun 8. maí 2022 20:00
„Tíminn læknar ekkert öll sár. Og það er allt í lagi“ Mikill harmleikur átti sér stað 9. júní 2019 þegar lítil einkaflugvél hrapaði við Múlakot í Fljótshlíð. Um borð var fjölskylda Idu Bjargar Wessman; báðir foreldrar hennar, tveir bræður og kærasta annars bróðurins. Innlent 6. maí 2022 10:00
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. Innlent 5. maí 2022 23:39
Segist taka undir áhyggjur ráðherra og Isavia um að ný byggð ógni flugöryggi Leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, Hildur Björnsdóttir, segist styðja flugvöll í Vatnsmýri meðan ekki finnst annar jafngóður kostur. Oddviti Miðflokksins, Ómar Már Jónsson, segir sinn flokk þann eina sem ætli sér að standa vörð um flugvöllinn. Innlent 5. maí 2022 21:31
Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Innlent 5. maí 2022 15:28
Sneru við farþegaþotu vegna próflauss aðstoðarflugmanns Farþegaþotu Virgin Atlantic-flugfélagsins sem var á leið frá London til New York var snúið við til Heathrow-flugvallar eftir að á daginn kom að aðstoðarflugmaðurinn hafði ekki lokið lokaprófi. Erlent 5. maí 2022 10:39
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. Innlent 4. maí 2022 22:22
Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. Innlent 4. maí 2022 12:33
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Innlent 3. maí 2022 21:41
Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. Viðskipti innlent 3. maí 2022 10:42