Masters: Nökkvi spáir Nick Watney sigri á Augusta Mastersmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Augusta vellinum í Georgíu en þetta er fyrsta risamót ársins af alls fjórum. Phil Mickelson hefur titil að verja á mótinu og er hann líklegur til afreka ef marka má þann hóp manna sem Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, ræddi við í vikunni. Golf 6. apríl 2011 22:45
Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. Golf 6. apríl 2011 19:30
McDowell tekur Meistaradeildina fram yfir par þrjú mótið á Masters Norður-Írinn Graeme McDowell mun ekki taka þátt í par þrjú-mótinu á Masters, sem markar upphaf Masters-vikunnar, því hann getur ekki hugsað sér að missa af leik Chelsea og Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. Golf 6. apríl 2011 13:15
Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum. Golf 6. apríl 2011 08:15
Kylfusveinn á Masters í 50 ár Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Golf 5. apríl 2011 22:45
Kviknaði í einkaþotu Lee Westwood Breski kylfingurinn Lee Westwood komst heldur betur í hann krappann um helgina þegar einkaþota hans varð að nauðlenda er eldur kom upp í flugvélinni. Golf 5. apríl 2011 15:15
Mickelson fagnaði sigri í Houston Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn. Golf 3. apríl 2011 23:07
Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. Golf 3. apríl 2011 22:15
Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. Golf 3. apríl 2011 17:30
Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Golf 3. apríl 2011 15:45
Tiger hlær að eigin óförum Kylfingurinn Tiger Woods kom ansi mörgum í opna skjöldu er hann ákvað að mæta í spjallþátt Jimmy Fallon. Fallon og kollegar hans hafa lítið annað gert síðustu 18 mánuði en gera grín að Tiger. Golf 18. mars 2011 23:30
Ryderkeppnin skilaði miklum hagnaði fyrir golfíþróttina í Wales Þeir aðilar sem stóðu að því að Ryderkeppnin í golfi fór fram á Celtic Manor í Wales á síðasta ári geta verið ánægðir með þau fjárhagslegu áhrif sem keppnin hafði í Wales. Golf 16. mars 2011 13:30
Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli. Golf 15. mars 2011 11:30
Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson. Golf 14. mars 2011 11:30
Tiger minnti á sig með góðum hring Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. Golf 13. mars 2011 20:10
100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. Golf 12. mars 2011 11:05
Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans. Golf 11. mars 2011 19:00
Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. Golf 11. mars 2011 10:30
Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum“ á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum. Golf 9. mars 2011 14:10
Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Golf 8. mars 2011 16:00
Sabbatini sigraði með nýja svarta kúrekahattinn Rory Sabbatini sigraði á Honda Classic meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af bandarísku PGA atvinnumótaröðinni. Hinn 34 ára gamli Sabbatini var með fimm högg í forskot fyrir lokadaginn en hann var einu höggi betri en YE Yang frá Suður-Kóreu. Sabbatini var samtals á 9 höggum undir pari. Golf 7. mars 2011 14:45
Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. Golf 28. febrúar 2011 10:00
Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Golf 28. febrúar 2011 09:00
Kaymer nýr besti kylfingur heims Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Golf 27. febrúar 2011 13:15
Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Golf 25. febrúar 2011 11:22
Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Golf 24. febrúar 2011 10:03
Woods mætir Björn í fyrstu umferð í Arizona Flestir af bestu kylfingum heims eru mættir til æfinga í Arizona í Bandaríkjunum þar sem að heimsmótið í holukeppni hefst á fimmtudaginn. Tiger Woods er á meðal keppenda og mætir hann Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð. Alls eru 64 kylfingar á mótinu og er þeim skipt upp í fjóra riðla og eru 16 kylfingar í hverjum riðli. Golf 22. febrúar 2011 14:00
Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu“ flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Golf 15. febrúar 2011 18:15
Verður Tiger sektaður fyrir að hrækja? Það gengur lítið hjá Tiger Woods á golfvellinum um þessar mundir og hann varð aðeins í 20. sæti á Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag. Golf 13. febrúar 2011 22:45
Quiros sigraði í Dubai Spánverjinn Alvaro Quiros fór með sigur af hómi í Dubai Desert Classic mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á 11 höggum undir pari í mótinu og varð einu höggi betri en þeir Anders Hansen frá Danmörku og James Kingston frá Suður-Afríku. Golf 13. febrúar 2011 15:00