Daníel Freyr frábær gegn Ólafi og Teiti Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti hörkuleik er Eskilstuna GUIF vann nauman eins marks sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur 29-28. Handbolti 2. febrúar 2021 19:45
Löwen missteig sig gegn lærisveinum Aðalsteins Rhein-Neckar Löwen og Kadetten gerðu jafntefli, 30-30, í Evrópubikarnum í handbolta í kvöld. Voru þetta fyrstu stigin sem Löwen tapar í keppninni en fyrir leik kvöldsins hafði liðið unnið þrjá leiki í röð. Handbolti 2. febrúar 2021 18:15
Þýskur landsliðsmaður veitir Gísla Þorgeiri enn meiri samkeppni Þýski landsliðsmaðurinn í handbolta, Philipp Weber, gengur í raðir Magdeburg frá Leipzig fyrir næsta tímabil. Handbolti 2. febrúar 2021 18:00
Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Handbolti 2. febrúar 2021 13:01
Martha hlær að umfjölluninni um elliheimilið og er ekkert að fara að hætta Handboltakonan Martha Hermannsdóttir er óleikfær eins og er en hún er hvergi nærri hætt í handbolta og finnst umræðan um aldur handboltakvenna vera á villigötum. Handbolti 2. febrúar 2021 10:01
Dagskráin í dag: Tvíhöfði í Olís deildinni Það eru tvær beinar útsendingar frá Olís deild kvenna á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sport 2. febrúar 2021 06:01
Sá besti dró Gidsel úr rúminu klukkan fimm til þess að halda partíinu gangandi Það vissu ekki margir hver Mathias Gidsel var áður en heimsmeistaramótið í handbolta hófst. Nú stendur Daninn hins vegar uppi sem heimsmeistari og í úrvalsliði mótsins. Handbolti 1. febrúar 2021 23:31
Annar hver Dani eldri en þriggja ára sá úrslitaleikinn Danir fylgdust vel með löndum sínum í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í gærkvöldi er Danmörk vann sitt annað gull í röð á HM. Handbolti 1. febrúar 2021 19:00
Afturelding fær næstmarkahæsta manninn úr Grillinu Afturelding hefur fengið Guðmund Braga Ástþórsson á láni frá Haukum. Hann leikur með Mosfellingum út tímabilið að því gefnu að Haukar kalli hann ekki til baka. Handbolti 1. febrúar 2021 17:01
Danir framlágir eftir meistarafögnuðinn Danir slettu ærlega úr klaufunum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í handbolta í gær. Þeir voru hins vegar ekki jafn hressir í dag. Handbolti 1. febrúar 2021 16:00
„Frammararnir voru hrikalega flottir“ Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var virkilega hrifinn af frammistöðu Fram í sigrinum á Val, 26-22, á fimmtudaginn. Handbolti 1. febrúar 2021 15:31
Kærkomin tilbreyting eftir þungt ástand í Danmörku „Stemningin í þjóðfélaginu er mikil og það eru allir að fylgjast með, og því synd að fólkið geti ekki fagnað með þeim,“ segir Arnór Atlason um dönsku heimsmeistarana í handbolta sem snúa heim til Danmerkur í dag eftir frægðarför til Egyptalands. Handbolti 1. febrúar 2021 15:00
Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. Handbolti 1. febrúar 2021 14:15
„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. Handbolti 1. febrúar 2021 12:31
„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. Lífið 1. febrúar 2021 12:15
Handhafi sex af stærstu titlum handboltans Það er löngu sannað að það er mikilvægt að vera með frábæran markvörð í handbolta. Þetta geta líka liðin hans Niklas Landin vottað. Handbolti 1. febrúar 2021 10:30
Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. Handbolti 1. febrúar 2021 07:01
Loksins, loksins: Hvað ertu að gera, maður? Liðurinn Hvað ertu að gera, maður? var mættur aftur í Seinni bylgjuna í gær eftir langa pásu. Handbolti 31. janúar 2021 23:00
Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. Handbolti 31. janúar 2021 20:24
Tveir Danir en þrír Svíar í úrvalsliðinu IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis. Handbolti 31. janúar 2021 19:26
Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. Handbolti 31. janúar 2021 19:01
Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. Handbolti 31. janúar 2021 17:58
Spánverjar tóku bronsið Spánn vann Frakkland, 35-29, í leiknum um bronsverðlaunin á HM í Egyptalandi. Úrslitaleikurinn fer fram síðar í dag er Danir og Svíar mætast klukkan 16.30. Handbolti 31. janúar 2021 14:58
Einar Andri ósammála Arnari Daða Einar Andri Einarsson, þjálfari og nú spekingur Seinni bylgjunnar, var ekki sammála þjálfara Gróttu með tvo hluti sem hann lét hafa eftir sér í viðtali eftir sigur Gróttu á ÍR í vikunni. Handbolti 31. janúar 2021 12:30
Gefur upp ástæðuna fyrir heyrnartólunum Glenn Solberg hefur gert frábæra hluti með vængbrotið sænskt lið á HM í Egyptalandi. Þeir eru komnir í úrslitaleikinn og mæta Danmörku. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 í Egyptalandi í dag. Handbolti 31. janúar 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 33-22 | Stórsigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta sigur eftir 120 daga hlé á Þór Ak. á Ásvöllum í dag. Fyrstu mínútur leiksins voru spennandi en Haukar gáfu í snemma og skildu liðin að, 33-22. Handbolti 30. janúar 2021 20:00
Dramatískt jafntefli í Kórnum HK og Valur gerðu dramatískt jafntefli, 32-32, er liðin mættust í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í dag. Bæði lið fengu tækifæri undir lok leiksins til að vinna. Handbolti 30. janúar 2021 19:33
Darri Aronsson: Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi Darri Aronsson, leikmaður Hauka í handbolta fór mikinn þegar að Haukar lögðu Þór Ak. að velli, 33-22 í dag. Darri hefur verið frá í 17 mánuði vegna meiðsla og kórónuveirufaraldursins og augljóslega orðin hungraður í að mæta aftur á parketið. Handbolti 30. janúar 2021 19:13
Stefán: Slakar æfingar hjá mér í vikunni „Við bjuggumst við erfiðum leik, þær eru með gott lið en ég er mjög svekktur hvernig við spiluðum leikinn en ég ætla ekki að taka neitt af KA/Þór,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn KA/Þór í Olís deild kvenna fyrr í dag. Handbolti 30. janúar 2021 18:26
Þriðji skellur FH í röð Það gengur ekki né rekur hjá FH í Olís deild kvenna. Liðið fékk þriðja skellinn í röð er þær mættu ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 27-14 sigur Eyjastúlkna. Handbolti 30. janúar 2021 16:34