
Fimm þúsund Færeyingar sáu sína menn tapa fyrsta leik naumlega
Slóvenía lagði Færeyjar með þriggja marka mun, 32-29, þegar liðin mættust í fyrsta leik D-riðils á Evrópumóti karla í handbolta sem nú fer fram. Holland vann Georgíu og Portúgal lagði Grikkland.