Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

„Mætti hlúa töluvert betur að minni andlegu heilsu“

Aníta Briem hefur verið viðriðin leiklistina frá því hún var níu ára gömul. Hún á að baki sér fjölmörg verkefni bæði hér heima og erlendis. Á undanförnum árum hefur hún verið að gera það virkilega gott á Íslandi og fór meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Ráðherrann árið 2020, kvikmyndinni Skjálfta sem kom út fyrr á árinu og hinni ný frumsýndu Berdreymi. Nú vinnur hún að sjónvarpsseríu sem hún skrifaði. Þessi hæfileikaríka listakona elskar bækur og tónlist og segir engan dag í sínu lífi eins. Aníta Briem er viðmælandi vikunnar hjá Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna

Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn

Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 

Matur
Fréttamynd

„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“

Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður

Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum.

Innlent
Fréttamynd

Besta ráðið kom frá laginu „Geðveikt Fínn Gaur“

Guðrúnu Ýr Eyfjörð, GDRN, er margt til listanna lagt en ásamt því að vera ein ástsælasta söngkona landsins er hún einnig leikkona sem fór með aðal hlutverk í Netflix seríunni Katla. Guðrún, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, hlakkar mikið til framtíðarinnar en passar að vera hamingjusöm í nú-inu. GDRN er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Clea Shearer úr The Home Edit greindist með brjóstakrabbamein

Vinkonurnar í The Home Edit eru þessa dagana að fara í gegnum stærsta verkefnið sitt til þessa eftir að Clea Shearer greindist með brjóstakrabbamein. Clea greindi frá fréttunum á samfélagsmiðli sínum og fyrirtækisins fyrir fjórum dögum og skrifaði þar:

Lífið
Fréttamynd

Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða

Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári.

Samstarf
Fréttamynd

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu

Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Færri salernisferðir og betri svefn

Bætiefnið SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn. Það slakar á vöðvum blöðrunnar og kemur að miklu gagni gegn ofvirkri blöðru. Nú er hægt að gerast áskrifandi að SagaPro og fá áfyllingu inn um lúguna í hverjum mánuði. Það er bæði ódýrara, vistvænna og þægilegra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt

Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Frétta­maður spreytti sig á prófinu sem krakkar vilja losna við

Krökkum í Haga­skóla finnst hund­leiðin­legt í píptesti og vilja leggja prófið niður. Í­þrótta­fræðingur sem flutti þekkingu um prófið til landsins segir prófið góða og gilda leið til að meta þol barna. Hún spyr hvort leggja ætti stærð­fræði­próf niður því mörgum líði illa í þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju

Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið.

Heilsa