

Hestar
Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram
Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda.

Ættum að geta barist á toppnum
"Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta.

„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“
Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með.

Hestamennska tekst öll á loft
Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður.

Við ætlum að gera betur
"Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði.

Gæði, gæsahúð og gleði
Kynning: Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er hérlendis.

Myndband um íslenska hestinn slær í gegn á Facebook
Markaðsverkefnið Horses of Iceland gaf út myndband á dögunum sem fjallar um gangtegundir íslenska hestsins. Yfir 600 þúsund manns hafa horft á myndbandið.

Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn
Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann.

Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur
Hestamenn segja gerð göngu- og hjólastígs neðan hesthúsa við Kaldárselsveg áhyggjuefni.

Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd
Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu.

Vilja nútímavæða skráningu hesta
Ungir íslenskir frumkvöðlar stefna að því að framleiða Anitar örmerkjalesara til að einfalda alla vinnu við skráningu og utanumhald dýra. Stofnendur Anitar telja núverandi ferli óskilvirk og tímafrek.

Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina
Dæmi voru um að íslensk hross fengju nöfn með ruddalegri meiningu eða sem voru jafnvel klúr. Það var af illri nauðsyn sem Nafnanefnd íslenska hestsins var sett á laggirnar til að grípa inn í.

Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar
Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar.

Hestastóð gerði sig heimakomið í Breiðholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti nýverið að hafa afskipti af hestastóð sem hafði gert sig heimakomið í Breiðholti.

Tvö gull og eitt silfur til Íslands á heimsmeistaramóti íslenska hestsins
Ungmennin í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum gerðu góðan dag á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi í dag, tóku tvö gull og eitt silfur.

Stóðhesturinn Grani fékk fyrsta gullið
Nítján hestar voru fluttir frá Íslandi til Hollands í aðdraganda Heimsmeistaramóts íslenska hestsins. Liðsstjóri Íslendinga segir góðar horfur á sölu hestanna. Stóðhesturinn Grani frá Torfunesbúinu landaði fyrsta íslenska gullinu.

Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST
Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Gríðarleg stemning á HM íslenska hestsins
Allt ætlaði um koll að keyra í íslendingastúkunni þegar lag hljómsveitarinnar Queen, I wan't it all, ómaði undir sýningu Guðmundar Björgvinssonar á Straumi frá Feti.

Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið.

Ætlar að verða heimsmeistari þrátt fyrir að vera plagaður af MS
Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu.

Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma
Reiðvegur á Akureyri hefur verið í ólestri frá því hann var lagður. Í tvígang hefur efni í veginn reynst ófullnægjandi enda fullt af glerbrotum og öðru rusli.

Ellert einstaki býr til folöld
Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum.

Dagsektir lagðar á hrossaeiganda
Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin.

Kom ekki til þess að greiða atkvæði um verðlaunaknapann
Fjögurra ára keppnisbann Þorvaldar Árna Þorvaldssonar stendur.

Við höfum alveg hleypt á stökk
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru bestu vinir og upprennandi knapar. Þeir keppa oft á mótum og gengur vel.

Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi
Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan.

Hestasportið vinsælt
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum er lokið og má fullyrða að mótaröðin hafi sjaldan verið sterkari.

Top Reiter með yfirburði
Jakob Svavar Sigurðsson átti góðu gengi að fagna á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en keppt var í tölti og flugskeiði í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Siggi Matt skeiðkóngur Meistaradeildar
Hraði og adrenalín einkenndi keppni í flugskeiði á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi.

Þriðji í sterkri lokakeppni
Mikið var um flugeldasýningar á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en Guðmundur F. Björgvinsson hafnaði í þriðja sæti í gríðarlega sterkri keppni í tölti.