Mexíkó féll úr keppni á minnsta mun Mexíkó vann 2-1 sigur á Sádi Arabíu á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn var þó súrsætur því Mexíkó hefði þurft eitt mark í viðbót til að hirða annað sætið af Pólverjum og tryggja sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 30. nóvember 2022 21:15
Argentína tók efsta sætið og Pólland fór líka áfram eftir ótrúlega dramatík Argentína tryggði sér efsta sætið í C-riðli og um leið sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarkeppninnar með 2-0 sigri á Póllandi í kvöld. Pólverjar fara einnig áfram eftir mikla dramatík í hinum leik riðilsins. Fótbolti 30. nóvember 2022 21:00
Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Fótbolti 30. nóvember 2022 19:00
Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum. Fótbolti 30. nóvember 2022 18:01
Túnisbúar vinna heimsmeistara Frakka en eru samt á heimleið Túnis vann hetjulega baráttusigur á gömlu herraþjóðinni þegar þeir unnu heimsmeistara Frakka sanngjarnt 1-0 í lokaumferð riðilsins á HM í Katar. Fótbolti 30. nóvember 2022 17:03
Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0. Fótbolti 30. nóvember 2022 16:54
Tileinkaði nýlátnum vini mörkin tvö gegn Wales Marcus Rashford tileinkaði mörkin tvö sem hann skoraði fyrir enska landsliðið gegn því velska nýlátnum vini sínum. England vann leikinn, 3-0, og tryggði sér þar með sigur í B-riðli. Fótbolti 30. nóvember 2022 15:01
Líkti Lionel Messi við skíðagoðsögn Pólverjar mæta Argentínu í kvöld í lokaleik riðilsins á heimsmeistaramótinu í Katar en bæði lið eru í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 30. nóvember 2022 13:00
Courtois hótar meintum svikara í belgíska liðinu Dramað í kringum belgíska fótboltalandsliðið heldur áfram og markvörðurinn Thibaut Courtois hefur hótað meintum svikara í herbúðum þess. Fótbolti 30. nóvember 2022 12:00
Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Fótbolti 30. nóvember 2022 11:31
Fundu hvar FIFA „geymir“ farandverkamennina sem mega ekki sjást á HM Blaðamenn hjá hinu sænska Aftonbladet höfðu upp á verkamönnunum sem mega ekki sjást á meðan heimsmeistaramótinu í Katar stendur. Fótbolti 30. nóvember 2022 10:30
Fór illa með stelpurnar okkar en fær nú að skrifa söguna á HM karla í Katar Við Íslendingar erum kannski ekki enn búin að fyrirgefa slaka frammistöðu dómarans Stéphanie Frappart í umspilsleiknum á móti Portúgal á dögunum en á morgun skrifar hún nýjan kafla í sögu heimsmeistaramóts karla. Fótbolti 30. nóvember 2022 08:31
Hrósar Pulisic fyrir að fórna eistunum fyrir sigurmarkið Ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar hrósaði Christian Pulisic fyrir fórnfýsi þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í fótbolta í Katar. Fótbolti 30. nóvember 2022 08:00
Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær. Fótbolti 30. nóvember 2022 07:00
Segir að loftræstingin á leikvöngunum sé að gera leikmenn veika Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United og brasilíska landsliðsins, segir að loftræstingin á leikvöngunum á HM í Katar hafi valdið því að hann, og aðrir leikmenn brasilíska liðsins, hafi orðið veikir á síðustu dögum. Fótbolti 29. nóvember 2022 22:00
Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana. Fótbolti 29. nóvember 2022 21:02
England tryggði sér efsta sætið með öruggum sigri í grannaslagnum England tryggði sér efsta sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn nágrönnum sínum í Wales í kvöld. Ekki nóg með það að hafa gulltryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum tókst Englendingum einnig að slá Walesverja úr leik. Fótbolti 29. nóvember 2022 20:55
Tæknin sannar að Ronaldo snerti aldrei boltann Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo fagnaði ógurlega er liðið tók 1-0 forystu gegn Úrúgvæ í leik liðanna á HM í gær. Ronaldo fullyrti að hann hafi snert boltann á leið sinni í netið eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes, en tæknin hefur nú sannað að svo var ekki og það var því Bruno sem skoraði markið. Fótbolti 29. nóvember 2022 17:45
Senegal heiðraði minningu Diop á besta mögulega hátt Senegal er komið áfram í 16-liða úrslit á HM í Katar eftir 2-1 sigur á Ekvador í A-riðli keppninnar í dag. Kalidou Koulibaly var hetja liðsins. Fótbolti 29. nóvember 2022 17:00
Gakpo sjóðheitur og Holland tók efsta sætið Holland tryggði sér sigur í A-riðli HM karla í fótbolta með auðveldum og öruggum 2-0 sigri gegn gestgjöfum Katar í lokaumferð riðilsins í dag. Fótbolti 29. nóvember 2022 16:52
HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Fótbolti 29. nóvember 2022 12:31
Neville gapandi hissa á Thiago Silva Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, botnar ekkert í því hvernig brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva fer að því að spila jafn vel og hann gerir, 38 ára að aldri. Fótbolti 29. nóvember 2022 11:31
De Bruyne, Hazard og Vertonghen slógust næstum því eftir tapið fyrir Marokkó Litlu munaði að slagsmál brytust út í búningsklefa belgíska landsliðsins eftir tapið fyrir Marokkó á HM í Katar. Fótbolti 29. nóvember 2022 10:30
Fernandes hélt að Ronaldo hefði skorað markið sem var skráð á hann Bruno Fernandes hélt að Cristiano Ronaldo hefði skorað fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ en ekki hann sjálfur. Fótbolti 29. nóvember 2022 10:01
Blaðamaður sagði að Hazard væri feitur og bað svo um mynd af sér með honum Egypskur blaðamaður tjáði Eden Hazard, einni af stærstu stjörnu belgíska landsliðsins, að hann væri orðinn feitur. Hann bað síðan um mynd af sér með Hazard. Fótbolti 29. nóvember 2022 08:31
Southgate sýnir Englendingum myndband af því hvernig Walesverjar fögnuðu sigri Íslendinga 2016 Til að kveikja í sínu liði fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales á HM í Katar í kvöld ætlar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, að sýna sínum mönnum myndbönd af því þegar Walesverjar glöddust yfir sigri Íslendinga á Englendingum á EM 2016. Fótbolti 29. nóvember 2022 08:02
Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. Fótbolti 29. nóvember 2022 07:30
Gunnhildur Yrsa ekki sátt með ákvarðanir FIFA: „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða“ „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig,“ segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á Twitter-síðu sinni. Fótbolti 29. nóvember 2022 07:01
Einn úr starfsliði Gana smellti af sjálfu með súrum Son eftir sigur Gana á Suður-Kóreu Gana vann frábæran 3-2 sigur á Suður-Kóreu í H-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Eftir leik ákvað einn úr starfsliði Gana að smella af sjálfu með tárvotum Son Heung-min, leikmanni Tottenham Hotspur og fyrirliða Suður-Kóreu. Fótbolti 28. nóvember 2022 23:30
Bruno Fernandes skaut Portúgal í sextán liða úrslit Portúgal er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Úrúgvæ. Bruno Fernandes með bæði mörkin þó svo að Cristiano Ronaldo hafi reynt að sannfæra alla og ömmu þeirra um að hann hefði skorað fyrra mark leiksins. Fótbolti 28. nóvember 2022 21:00