Spá Gracenote: Brasilía verður heimsmeistari Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur farið yfir allar tölur og reiknað út sigurlíkurnar í öllum leikjum á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 17. nóvember 2022 14:00
Alls 137 leikmenn spila á HM fyrir annað land en þeir fæddust í Í landsliðunum 32 sem að keppa á HM í Katar í þessum mánuði er mikill fjöldi leikmanna sem að ekki er fæddur í landinu sem að þeir spila fyrir, eða alls 137 leikmenn. Fótbolti 17. nóvember 2022 13:00
Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Fótbolti 17. nóvember 2022 12:31
Bjórinn dýrari en á Íslandi Fótboltastuðningsmenn á heimsmeistaramótinu í Katar hafa kvartað yfir verðinu á bjór og þeirri staðreynd að eini bjórinn sem þeim standi til boða sé Budweiser. Fótbolti 17. nóvember 2022 11:30
G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. Fótbolti 17. nóvember 2022 11:01
Segist vilja sýna Katar „virðingu“ frekar en að nota regnbogalitina Fyrirliði franska landsliðsins í fótbolta, Hugo Lloris, virðist ekki hafa í hyggju að vera með fyrirliðaband í regnbogalitum á HM í Katar, öfugt við suma aðra fyrirliða á mótinu. Fótbolti 17. nóvember 2022 10:30
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. Fótbolti 17. nóvember 2022 10:00
Maddison segist klár í slaginn en Walker missir af fyrsta leik Kyle Walker verður ekki með Englendingum í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á sunnudag. James Maddison segist hins vegar verða klár í slaginn ef hann fær kallið. Fótbolti 16. nóvember 2022 23:01
Mexíkó fara með tap á bakinu til Katar Mexíkó tapaði 2-1 fyrir Svíum í síðasta æfingaleik liðsins áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst. Þá unnu Ítalir sigur á Albaínu en Evrópumeisturunum mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu. Fótbolti 16. nóvember 2022 22:10
„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Fótbolti 16. nóvember 2022 21:31
Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Erlent 16. nóvember 2022 21:31
Öruggur sigur Argentínu en bras á Þjóðverjum gegn Óman Argentína vann 5-0 stórsigur á Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í kvöld. Þjóðverjar lentu hins vegar í óvæntu basli með Óman. Fótbolti 16. nóvember 2022 19:35
Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Fótbolti 16. nóvember 2022 15:31
F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. Fótbolti 16. nóvember 2022 11:01
Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. Fótbolti 16. nóvember 2022 08:34
Meiddist eftir þessa tæklingu og missir af HM Enn kvarnast úr liði Frakka fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn en sóknarmaðurinn Christopher Nkunku meiddist á æfingu í gær og verður ekki með á mótinu. Fótbolti 16. nóvember 2022 07:30
Mané missir bara af fyrstu leikjunum á HM Meiðsli senegalska knattpsðyrnumannsins Sadio Mané virðast ekki vera jafn al varleg og talið var í fyrstu og leikmaðurinn mun því að öllum líkindum ná að spila á mótinu. Fótbolti 15. nóvember 2022 20:31
Bræður spila fyrir sitt hvora þjóðina á HM í Katar Williams bræðurnir eru samherjar hjá Athletic Bilbao en þeir spila ekki fyrir sama landslið á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 15. nóvember 2022 14:31
Stórstjörnur tveggja kynslóða neita að skemmta á HM Rod Stewart fór sömu leið og Dua Lipa og neitaði að skemmta á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar sem hefst á sunnudaginn. Fótbolti 15. nóvember 2022 14:00
Skýjakljúfarnir tveir í Katar sem skipta stanslaust um fánaliti Heimsmeistaramótið í fótbolta hefst á sunnudaginn kemur þegar heimamenn í Katar taka á móti Ekvador í opnunarleik mótsins. Fótbolti 15. nóvember 2022 13:03
Heimsmeistarkeppnin í Qatar – slökkvum á sjónvarpstækjunum Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Skoðun 15. nóvember 2022 12:01
Forseti FIFA biður um vopnahlé í Úkraínu yfir HM Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, biðlar til Rússa, Úkraínumanna og heimsins alls um að gera hlé á stríðinu á meðan heimsmeistaramótið í Katar stendur yfir. Fótbolti 15. nóvember 2022 12:01
E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. Fótbolti 15. nóvember 2022 11:00
Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Enski boltinn 15. nóvember 2022 08:01
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. Fótbolti 14. nóvember 2022 10:59
Strákurinn úr flóttamannabúðunum kominn á HM í fótbolta Alphonso Davies er í HM-hópi Kanadamanna þrátt fyrir að hann sé að glíma við meiðsli og það skipti hann gríðarlega miklu máli eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum hans. Fótbolti 14. nóvember 2022 09:01
María ætlar að sniðganga HM María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs í fótbolta, er í hópi þeirra sem ætla ekkert að fylgjast með heimsmeistaramóti karla í Katar sem hefst á sunnudaginn. Staðsetning mótsins ræður því. Fótbolti 14. nóvember 2022 08:30
Messi bannaði Argentínumönnum að uppnefna Mac Allister Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, hefur greint frá því hvernig Lionel Messi varði hann þegar hann kom inn í argentínska landsliðið. Fótbolti 11. nóvember 2022 14:01
Ramos og Thiago ekki í HM-hópi Spánverja Ekkert pláss er fyrir Sergio Ramos eða Thiago í spænska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar. Fótbolti 11. nóvember 2022 12:16
Senegalar ráða töfralækna til að gera Mané kláran fyrir HM Senegalar beita öllum brögðum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, til að Sadio Mané verði klár í slaginn fyrir HM í Katar sem hefst eftir rúma viku. Fótbolti 11. nóvember 2022 12:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti