Segir að HM í Katar geti orðið það besta frá upphafi Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur trú á því að Heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar í desember geti orðið það besta frá upphafi. Fótbolti 19. febrúar 2022 08:00
Enskur unglingalandsliðsmaður hjá Celtic vill spila fyrir danska landsliðið Matt O'Riley hefur spilað fyrir tvö ensk unglingalandslið en hann sér framtíð sína ekki í enska A-landsliðinu heldur í því danska. Fótbolti 17. febrúar 2022 13:30
Fjórir Argentínumenn í bann eftir farsakenndan leik gegn Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fjóra leikmenn argentínska landsliðsins í tveggja leikja bann eftir að leikur liðsins gegn Brasilíu var stöðvaður af sóttvarnaryfirvöldum þar í landi. Fótbolti 14. febrúar 2022 18:45
Bretar og Írar hættir við að sækja um HM í fótbolta 2030 Bretland og Írland vildu fá að halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir átta ár en ekki lengur. HM 2030 fer því ekki fram í Englandi, Skotlandi, Wales, Norður-Írlandi eða Írlandi. Fótbolti 7. febrúar 2022 11:00
Kvarta yfir því að Kosta Ríka hafi teflt fram covid-smituðum leikmönnum Jamaíska knattspyrnusambandið ætlar að kvarta til FIFA vegna gruns um að Kosta Ríka hafi teflt fram tveimur kórónuveirusmituðum leikmönnum í leik liðanna í undankeppni HM 2022 í vikunni. Fótbolti 4. febrúar 2022 14:30
Aðeins sá fimmti sem nær að vinna hundrað A-landsleiki á fótboltaferlinum Mexíkóinn Andrés Guardado komst í fámennan hóp í gær þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Panama í undankeppni HM í Katar. Fótbolti 3. febrúar 2022 18:01
Tveir landsliðsmenn Hondúras þurftu að fara af velli vegna kulda Það var mjög kalt í Saint Paul í Minnesota fylki í gær þegar bandaríska landsliðið vann 3-0 sigur á Hondúras í undankeppni HM. Fótbolti 3. febrúar 2022 11:30
Ekki góðir dagar fyrir nýja Liverpool manninn í undankeppni HM Það lítur ekki út fyrir að Luis Díaz og félagar í kólumbíska landsliðinu séu á leiðinni á HM í Katar eftir stigalausan glugga í undankeppni HM. Fótbolti 2. febrúar 2022 08:01
Hefur aldrei tapað leik með argentínska landsliðinu Emiliano Martinez hefur enn ekki kynnst tilfinningunni að tapa landsleik með Argentínu en Argentínumenn voru um helgina enn á ný á sigurbraut með hann í markinu. Fótbolti 31. janúar 2022 13:01
Alisson slapp tvisvar við rautt og Brasilía slapp með jafntefli Ekvador og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni HM í kvöld. Bæði lið misstu mann af velli með rautt spjald á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Fótbolti 27. janúar 2022 23:13
Balotelli blómstrar með Birki og fékk landsliðssæti Mario Balotelli hefur verið valinn í ítalska landsliðshópinn í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 2018, nú þegar Evrópumeistararnir búa sig undir leiki sem ráða því hvort þeir komist á HM í Katar. Fótbolti 25. janúar 2022 17:31
Neymar sannfærður um að Netflix myndin breyti skoðun margra á honum Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er frábær leikmaður en kannski orðinn þekktari fyrir leikaraskap heldur en snilli sína inn á vellinum. Fótbolti 19. janúar 2022 10:31
Cantona ætlar ekki að horfa á HM: Þetta er hræðilegt Eric Cantona er harður gagnrýnandi þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari fram í Katar seinna á þessu ári. Hann gekk svo langt í nýju viðtali að segja hann geti ekki hugsað sér að horfa á mótið í nóvember og desember. Fótbolti 13. janúar 2022 09:30
Eriksen stefnir á að taka þátt á HM í Katar Christian Eriksen hefur ekki spilað fótbolta síðan hann hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Þrátt fyrir að hafa farið í hjartastopp á tæknilega séð dáið í nokkrar mínútur þann örlagaríka dag ætlar Eriksen sér samt að taka þátt á HM síðar á þessu ári. Fótbolti 4. janúar 2022 22:41
Forseti FIFA vill líka EM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti FIFA, er opinn fyrir því að halda Evrópumót karla í fótbolta á tveggja ára fresti. Fótbolti 4. janúar 2022 20:01
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. Fótbolti 16. desember 2021 12:00
Markvörður danska dínamítsins á HM í Mexíkó 1986 dáinn Danir misstu í fyrrinótt einn af leikmönnum eftirminnilegs landsliðs síns frá níunda áratugnum þegar Lars Högh lést 62 ára gamall. Fótbolti 10. desember 2021 10:01
Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. Fótbolti 8. desember 2021 13:27
Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. Fótbolti 2. desember 2021 12:30
„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. Fótbolti 2. desember 2021 10:00
„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Fótbolti 1. desember 2021 14:31
Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. Fótbolti 1. desember 2021 10:59
Hálfsjálfvirkir rangstöðudómar næsta framtíðarskref fótboltans Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að prófa nýja útgáfu af rangstöðudómgæslu í Arabíubikar FIFA sem hefst í dag. Komi hún vel út verður hún væntanlega notuð á heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Fótbolti 30. nóvember 2021 13:31
Annaðhvort Ítalía eða Portúgal verða ekki með á HM í Katar Eftir dráttinn í evrópska umspilið fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu er ljóst að Ítalía og Portúgal munu ekki bæði geta komist á HM í Katar á næsta ári. Fótbolti 26. nóvember 2021 16:39
KSÍ með í yfirlýsingu um stöðu mannréttindamála í Katar Knattspyrnusambönd Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum af stöðu mannréttindamála í Katar í sameiginlegu bréfi sem sent hefur verið til Alþjóða Knattspyrnusambandsins. Fótbolti 26. nóvember 2021 11:00
Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Erlent 23. nóvember 2021 10:18
Braut viljandi á Azpilicueta og myndi gera það aftur Það er sjaldan lognmolla í kringum hinn fertuga Zlatan Ibrahimović. Hann er leikmaður AC Milan á Ítalíu og sneri til baka í sænska landsliðið á dögunum. Þar komst hann í heimsfréttirnar fyrir að keyra harkalega inn í César Azpilicueta, leikmann Chelsea og Spánar. Fótbolti 22. nóvember 2021 23:30
Fögnuðu marki með því að fleygja sér í snjóinn Kanadíska karlalandsliðið í fótbolta steig stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á HM í Katar með sigri á Mexíkó í gær, 2-1. Fótbolti 17. nóvember 2021 14:31
Eftirmaður Lars Lagerbäck hjá Noregi með lélegri árangur en hann Ståle Solbakken, eftirmanni Lars Lagerbäck hjá norska landsliðinu, tókst ekki að koma norska landsliðinu á HM í Katar. Norðmenn hafa því áfram ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. Fótbolti 17. nóvember 2021 13:01
Ari hættur í landsliðinu: „Kominn tími á að gefa framtíðinni pláss“ Ari Freyr Skúlason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á Twitter fyrir skömmu. Fótbolti 17. nóvember 2021 11:01