Ekki búinn að spila heilan hálfleik samtals en samt með tvö landsliðsmörk Andri Lucas Guðjohnsen var aftur á skotskónum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og hefur nú skorað í tveimur mótsleikjum fyrir landsliðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að byrja landsleik. Fótbolti 12. október 2021 10:01
Misskildi hrópin og skoraði þess vegna Mohamed Elyounoussi, framherji Southampton, skoraði bæði mörk Noregs í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Svartfjallalandi, 2-0. Seinna markið má segja að hann hafi skorað óvart, eftir að hafa misskilið köll af hliðarlínunni. Fótbolti 12. október 2021 09:30
Hannes ræðir ferilinn við BBC: Líklegra að vinna í lottóinu en að ná þessu Hannes Þór Halldórsson er í flottu viðtali á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann fer yfir ferill sinn með Ciaran Varle. Fótbolti 12. október 2021 09:01
Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. Fótbolti 12. október 2021 08:00
Mikilvægur sigur Norðmanna | Rússar í góðum málum Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Noregur vann góðan sigur á Svartfjallalandi og er í góðri stöðu í G-riðli á meðan Rússland nýtti tækifærið þar sem Króatía missteig sig í H-riðli. Fótbolti 11. október 2021 22:16
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 22:00
Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Fótbolti 11. október 2021 21:50
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. Fótbolti 11. október 2021 21:32
Albert: Hann þarf bara að setla það við sjálfan sig Albert Guðmundsson skoraði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í kvöld í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Fótbolti 11. október 2021 21:19
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. Fótbolti 11. október 2021 21:15
Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. Fótbolti 11. október 2021 21:07
Stefán Teitur: Geðveikt stoltur Stefán Teitur Þórðarson kom íslenska liðinu í gang með því að skora fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri á Liechtenstein. Skagamaðurinn var að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnisleik og nýtti tækifærið sitt vel. Fótbolti 11. október 2021 21:06
Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 21:05
Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 21:02
Þjóðverjar komnir á HM eftir öruggan sigur | Rúmenía með mikilvægan sigur Þýskaland er komið á HM sem fram fer í Katar veturinn 2022 þökk sé 4-0 útisigri á Norður-Makedóníu í kvöld. Þá vann Rúmenía góðan 1-0 sigur á Armeníu. Fótbolti 11. október 2021 20:40
Ætlar ekki að eyða orku í leikmenn sem eru ekki á svæðinu Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í fjarveru Guðlaugs Victors Pálssonar fyrir landsleik kvöldsins gegn Liechtenstein. Fótbolti 11. október 2021 18:51
Byrjunarlið Íslands: Brynjar Ingi hefur náð sér, nýir bakverðir og Stefán Teitur byrjar sinn fyrsta mótsleik Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Töluverðar breytingar eru frá 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á föstudagskvöld. Fótbolti 11. október 2021 17:20
Þjóðverjar geta tryggt sér sigur í okkar riðli og sæti á HM með smá hjálp Íslenska karlalandsliðið er ekki með í baráttunni um sæti á HM enda aðeins með fimm stig í fimmta sæti eftir sjö leiki en Þýskaland getur aftur á móti tryggt sig inn á HM í Katar í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 16:31
Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. Fótbolti 11. október 2021 15:01
Síðasti landsleikur Arnars eina skiptið sem við höfum tapað fyrir Liechtenstein Það er ekki mikill meðbyr með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu þessa dagana og forföll leikmanna ofan á öll önnur forföll síðustu vikna og mánaða munu gera verkefnið á móti Liechtenstein í kvöld enn erfiðara fyrir íslenska liðið. Fótbolti 11. október 2021 14:30
Máttarstólpar heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld Tveir af máttarstólpunum í karlalandsliði Íslands í fótbolta á stærstu sigurstundum í sögu þess verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 11. október 2021 13:30
Gæti orðið fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár án heimasigurs Í kvöld er síðasti möguleikinn fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu að vinna leik á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Katar 2022. Fótbolti 11. október 2021 12:31
„Verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því“ Birkir Bjarnason segir að ekki sé hægt að saka endurnýjað og gjörbreytt landslið Íslands í fótbolta um stemnings- eða andleysi. Það sé ekki ástæðan fyrir 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag. Fótbolti 11. október 2021 12:00
Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Fótbolti 11. október 2021 11:31
Messi sá fyrsti í áttatíu mörkin en ætlaði örugglega ekki að skora þarna Lionel Messi hélt áfram að skrifa söguna í nótt þegar hann kom argentínska landsliðinu á bragðið í 3-0 sigri á Úrúgvæ í undankeppni HM. Fótbolti 11. október 2021 11:00
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Fótbolti 11. október 2021 09:01
Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. Fótbolti 11. október 2021 07:31
Fyrstu töpuðu stig Brasilíu Kólumbía varð í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Brailíumönnum í undankeppni HM 2022 þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli í Kólumbíu. Fótbolti 10. október 2021 23:09
Ítalir höfðu betur í baráttunni um bronsið Evrópumeistarar Ítala tryggðu sér bronsverðlaun Þjóðadeildar Evrópu með 2-1 sigri á Belgum á Ítalíu í dag. Fótbolti 10. október 2021 15:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fótbolti 10. október 2021 13:30