Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig í alvörunni Eftir að hafa tekið æfingarbrúðkaup í síðasta mánuði eru Kourtney Kardashian og Travis Barker, einnig þekkt undir paranafninus Kravis, búin að ganga í það heilaga. Í þetta skiptið er það í alvörunni, lagalega séð. Lífið 16. maí 2022 15:41
Britney og Sam tilkynna fósturmissi Poppstjarnan Britney Spears og unnusti hennar Sam Asghari tilkynntu að þau hafi því miður upplifað fósturmissi stuttu eftir að hafa sagt frá því að von væri á barni. „Við munum halda áfram að reyna að stækka fallegu fjölskylduna okkar,“ sagði parið í sameiginlegri yfirlýsingu. Lífið 16. maí 2022 10:31
Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum. Lífið 13. maí 2022 22:04
Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year. Lífið 12. maí 2022 14:00
Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. Lífið 12. maí 2022 13:31
Hilary Duff sátt í eigin skinni á forsíðu Women's Health Leikkonan Hilary Duff situr fyrir nakin á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Hún fagnar líkama sínum og segist vera sérstaklega þakklát honum fyrir að hafa gengið með börnin hennar þrjú. Lífið 11. maí 2022 18:11
Michelle Williams á von á sínu þriðja barni Stórleikkonan Michelle Williams á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Thomas Kail en fyrir eiga þau tveggja ára son saman og einnig á hún sextán ára dóttur með Heath Ledger heitnum. Lífið 11. maí 2022 14:30
Nýr Doctor Who Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum. Lífið 9. maí 2022 13:01
Chrishell Stause fann ástina á ný „Undanfarið hef ég varið miklum tíma með manneskju sem er mér afar kær.“ þetta sagði fasteignasalinn Chrishell Stause í lokaþætti Selling Sunset sem er raunveruleikaþáttur um líf og störf fasteignasalanna hjá The Oppenheim Group í Los Angeles. Lífið 8. maí 2022 09:44
Friends-leikarinn Mike Hagerty látinn Leikarinn Mike Hagerty, sem var eftir vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn. Hann var 67 ára. Lífið 7. maí 2022 23:52
Sá sem veittist að Chappelle segist saklaus Isaiah Lee hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hann veittist að grínistanum Dave Chappelle á sviði í Los Angeles í vikunni. Hann var handtekinn eftir atvikið en lögreglan segir hann í raun ekki hafa framið glæp. Erlent 6. maí 2022 22:15
„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. Erlent 5. maí 2022 23:53
Mætti á þyrlu á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick Tom Cruise lét ekki lítið fyrir sér fara á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick í San Diego en hann mætti á þyrlu. Fyrsta Top Gun myndin kom út árið 1986 og fór Tom þar eftirminnilega með aðalhlutverkið líkt og hann gerir í þeirri nýju. Lífið 5. maí 2022 20:00
„Ég er hægt og rólega að draga manninn minn til baka“ Leikkonan Sophie Turner segist vilja flytja til Englands með Joe Jonas, eiginmanni sínum, til þess að huga að geðheilsunni og ala upp börnin. Lífið 5. maí 2022 14:31
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. Erlent 4. maí 2022 23:12
Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013 en móðir hennar, Marcy Posey Gatterman, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrr í vikunni. Lífið 4. maí 2022 13:30
Kaley Cuoco staðfestir nýja sambandið Leikkonan Kaley Cuoco hefur fundið ástina á ný. Hún birti myndir á Instagram af sér og Ozark leikaranum Tom Pelphrey. Lífið 4. maí 2022 10:32
Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum. Lífið 4. maí 2022 08:54
Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Erlent 3. maí 2022 22:29
Kórónur, tvífarar og glitrandi klæði á Met Gala Met Gala fór fram í gær, fyrsta mánudaginn í maí á Metropolitan listasafninu í New York. Anna Wintour hefur verið gestgjafi síðan 1995 en á viðburðinum fer fram söfnun fyrir búningadeild safnsins. Lífið 3. maí 2022 17:30
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Tíska og hönnun 3. maí 2022 11:04
Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun. Lífið 2. maí 2022 16:00
Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. Lífið 29. apríl 2022 20:00
James Corden kveður The Late Late Show Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. Lífið 29. apríl 2022 09:54
Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2022 14:00
Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann. Tíska og hönnun 28. apríl 2022 07:01
„Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. Lífið 27. apríl 2022 11:30
„Hæ nýi magi“ Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. Lífið 26. apríl 2022 14:30
Óska þess að málinu verði vísað frá Kardashian mæðgurnar hafa farið fram á það að máli sem fyrirsætan Blac Chyna hefur höfðað gegn þeim verði vísað frá. Chyna sakar mæðgurnar Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner um að hafa valdið henni miklu tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Lífið 26. apríl 2022 13:31
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26. apríl 2022 11:15