Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Jason Momoa og Lisa Bonet eru að skilja

Jason Momoa og Lisa Bonet hafa sent frá sér tilkynningu um að þau hafi ákveðið að enda hjónaband sitt. Þau hafa verið gift í rúm fjögur ár en samband þeirra hófst árið 2005.

Lífið
Fréttamynd

Simon Cowell fór á skeljarnar á Barbados

Simon Cowell trúlofaðist kærustunni sinni til margra ára, Lauren Silverman, í fjölskyldufríi á Barbados um jólin. Parið hittist í fyrsta skipti á eyjunni svo staðurinn á sérstakan stað í hjörtum þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Demi Lovato sýnir nýtt húð­flúr á rökuðu höfðinu

Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr á dögunum. Um er að ræða stóra könguló sem Lovato fékk sér á aðra hliðina á höfði sínu. Innblásturinn fékk hán frá persónunni ömmu könguló (e. Grandmother Spider) sem hán segir hafa kennt sér margt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast Bob Saget

Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun

Í nótt átti sér stað sögulegur atburður þegar Michaela Jaé Rodriguez, betur þekkt sem MJ Rodriguez, varð fyrsta trans konan til þess að vinna Golden Globe verðlaun. MJ vann verðlaunin í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki í drama sjónvarpsþætti fyrir hlutverkið sitt í þáttunum Pose.

Lífið
Fréttamynd

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nicholas Cage og Riko Shibata eiga von á barni

Nicholas Cage hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum en nú eiga hann og eiginkona hans Riko Shibata von á sínum fyrsta barni saman. Fyrir á hann synina Kal-El sem er 16 ára og Weston, sem er á fertugsaldrinum, úr fyrri samböndum.

Lífið
Fréttamynd

Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas

Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru.

Lífið
Fréttamynd

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.

Tónlist
Fréttamynd

Máli N­e­vermind-barnsins vísað frá dómi

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi.

Erlent