Orkuskiptin Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Skoðun 27. október 2022 08:00
Matarskortur – samvinnuverkefni þjóða Í liðnum mánuði lagði undirrituð land undir fót ásamt þremur öðrum þingmönnum. Ferð okkar var heitið á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þessi heimsókn okkar var virkilega fróðleg og upplýsandi. En meðan á heimsókninni stóð var haldinn neyðarfundur í þinginu þar sem til umræðu var ályktun aðildarríkja þar sem innlimun Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu var fordæmd. Þessi neyðarfundur var sá 11. frá upphafi en Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Hér var því um sögulegan viðburð að ræða, enda lifum við sögulega tíma. Skoðun 27. október 2022 07:00
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. Erlent 27. október 2022 06:56
Fyrsta prjónlesið frá Íslandi komið í hendur hermanna í Úkraínu Íslenskir ullarsokkar hafa ratað í hendur hermanna á vígvellinum í Úkraínu. Frá því í sumar hefur staðið yfir prjónaátak og -söfnun fyrir íbúa Úkraínu, sem eiga kaldan og harðan vetur fyrir höndum. Búið er að fylla 24 stóra kassa af hlýju prjónlesi og þeim á vafalítið eftir að fjölga. Innlent 26. október 2022 11:50
Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð. Erlent 26. október 2022 11:40
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. Erlent 26. október 2022 11:07
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. Erlent 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. Erlent 26. október 2022 06:52
Setti bókstafinn Z á bílinn og fékk hálfa milljón í sekt Manni í Þýskalandi hefur verið gert að greiða fjögur þúsund evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur, í sekt fyrir að hafa sett bókstafinn Z á bílinn sinn. Merkið hefur verið notað til marks um stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Maðurinn hefur áfrýjað. Erlent 25. október 2022 23:28
Nýr kafli í samskiptum Bretlands og Úkraínu Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum. Erlent 25. október 2022 22:14
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. Erlent 25. október 2022 10:28
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. Erlent 25. október 2022 07:28
Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. Erlent 24. október 2022 22:13
Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ Innlent 24. október 2022 14:39
Halda undankeppni sína fyrir Eurovision í sprengjubyrgi Úkraínska sjónvarpsstöðin UA:PBC hefur tilkynnt að Vidbir, söngvakeppnin þar sem framlag Úkraínumanna fyrir Eurovision er valið, verði haldin í sprengjubyrgi í Kænugarði laugardagskvöldið 17. desember. Lífið 24. október 2022 13:10
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Erlent 24. október 2022 12:49
Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Erlent 24. október 2022 09:02
Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. Erlent 24. október 2022 07:15
Rússar að missa tökin á Kherson: Skilja eftir sig íbúa án matar, vatns og rafmagns Rússar eru að missa tökin á stríðshrjáðu Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Flótti hefur verið frá borginni frá því að Úkraínumenn skipuðu íbúum að koma sér þaðan tafarlaust vegn gagnárasar. Sú árás hefur skilað árangri og um leið birtist hermönnum og blaðamönnum sviðin jörð sem Rússaher skilur eftir sig. Erlent 24. október 2022 00:24
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Erlent 23. október 2022 15:01
Fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers Leiðtogar G7 ríkjanna fordæma Rússa fyrir rán á forstöðumönnum kjarnorkuvers í Zaporizhzhia. Rússar eru hvattir til að láta kjarnorkuverið tafarlaust af hendi til réttmætra eigenda. Erlent 23. október 2022 10:27
Úkraínskur auðjöfur grunaður um landráð Úkraínska öryggislögreglan hefur handtekið Vyacheslav Boguslaev, einn ríkasta auðjöfur Úkraínu og fyrrverandi eiganda umsvifamikillar hreyflaverksmiðju. Hann er grunaður um landráð. Erlent 23. október 2022 08:15
Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. Erlent 22. október 2022 14:52
Rafmagnslaust eftir árásir Rússa Rafmagnsleysi er víða í vesturhluta Úkraínu vegna eldflaugaárásir Rússa í nótt en þeir eru sagðir hafa ráðist á orkuinnviðum. Takmarkanir eru á rafmagnsnotkun í Úkraínu. Erlent 22. október 2022 09:50
Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. Erlent 21. október 2022 08:11
Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. Erlent 20. október 2022 08:57
Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. Innlent 19. október 2022 19:20
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19. október 2022 12:29
Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Erlent 19. október 2022 12:29
Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Erlent 19. október 2022 08:44