Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“

„Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég get ekki hætt að gráta“

Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“

Eyja­menn eru með ör­lögin í sínum höndum fyrir loka­um­ferð Lengju­deildar karla í fót­bolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykja­vík gull­tryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tíma­bili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næst­efstu deild. Her­mann Hreiðars­son, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í al­vöru leik gegn hættu­legu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna

„Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

Íslenski boltinn