Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vin­skapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Á­byggi­­lega furðu­­legt fyrir hann“

Ragnar Bragi Sveins­son, fyrir­liði Fylkis, segir þægi­legt fyrir sitt lið að vita að það hafi ör­lögin í sínum höndum fyrir mikil­vægan leik gegn Fram í einum af fall­bar­áttuslag dagsins í loka­um­ferð Bestu deildarinnar í fót­bolta. Ragnar Sigurðs­son, þjálfari Fram, er upp­alinn Fylki­s­maður og vinur Ragnars Braga sem telur furðu­lega stöðu blasa við vini sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er ekkert nægi­lega gott nema sigur“

Matthías Vilhjálmsson er sigurvegari sem þrífst best í umhverfi þar sem sigur er skylda frekar en forréttindi. Matthías er fjölhæfur leikmaður sem líður þó best sem fremsta manni. Flottustu mörk hans á ferlinum eiga nærri öll rætur sínar að rekja á sparkvöll á Ísafirði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum

FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng.

Íslenski boltinn