Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 94-87 | Líflína fyrir KR en Keflavík í alvöru þroti KR vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. KR vann með sjö stigum, lokatölur 94-87. Körfubolti 6. mars 2023 22:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 89-97 | Gestirnir búnir að jafna toppliðið að stigum Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Körfubolti 6. mars 2023 22:00
Helgi tók út andvökunæturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“ „Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist. Körfubolti 6. mars 2023 21:45
„Erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð“ „Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð. Körfubolti 6. mars 2023 21:30
Lögmál leiksins: „Hann er í gangsteraleik“ Mál Jas Morant, stjörnu Memphis Grizzlies, verður meðal annars til umfjöllunar í Lögmáli leiksins í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20:00. Körfubolti 6. mars 2023 16:30
Neyddust til að spila í strákadeild og unnu en máttu ekki fá bikarinn Stúlknalið frá Hoover í Alabama í Bandaríkjunum þurfti að horfa upp á stráka taka við meistarabikar þrátt fyrir að hafa unnið þá í úrslitaleik. Körfubolti 6. mars 2023 16:01
Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. Körfubolti 6. mars 2023 14:30
Grindavík hélt KR á lífi en Keflavík gæti fellt KR-inga í kvöld Tap Stjörnumanna í Grindavík í gærkvöldi þýðir að KR-ingar eru enn ekki fallnir úr Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 6. mars 2023 13:01
Gleðin við völd á Nettó-mótinu Mikil gleði var í Reykjanesbæ um helgina er Nettó-mótið í körfubolta fór fram. Yfir eitt þúsund keppendur tóku þátt á mótinu. Körfubolti 6. mars 2023 06:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 91-87 | Fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Þórsarar voru leiðandi en ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni gaf ekkert eftir. Fjórði leikhluti var stál í stál en Þór hafði betur að lokum og vann sinn fimmta sigur í röð. Körfubolti 5. mars 2023 23:25
Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 99-88 | Grindvíkingar keyrðu yfir Stjörnuna og lyftu sér upp í úrslitakeppnissæti Grindavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann mikilvægan ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 99-88. Körfubolti 5. mars 2023 23:05
„Ef ég ætti að lýsa leiknum í einu orði þá væri það einbeitingarleysi“ Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá betri frammistöðu. Sport 5. mars 2023 22:25
Umfjöllun: Höttur - Valur 81-90 | Valsmenn halda toppsætinu Topplið Vals vann góðan níu stiga sigur er liðið sótti Hött heim í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 81-90, og sigurinn þýðir að Valsmenn halda toppsæti deildarinnar fram að næstu umferð í það minnsta. Körfubolti 5. mars 2023 22:23
„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. Körfubolti 5. mars 2023 22:07
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 94-100 | Stólarnir að slíta sig frá Blikum Tindastóll vann mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 94-100. Liðin sitja í 5. og 6. sæti Subway-deildarinnar og með sigrinum náðu Stólarnir fjögurra stiga forskoti á Blika. Körfubolti 5. mars 2023 21:14
Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. Körfubolti 5. mars 2023 11:15
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Körfubolti 4. mars 2023 23:14
Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83. Körfubolti 4. mars 2023 22:26
Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. Körfubolti 4. mars 2023 10:31
Luka og Kyrie báðir með 40 stig: „Varð að fá að vera með í partýinu“ Luka Doncic og Kyrie Irving sýndu í nótt að þeir geta farið báðir á kostum í sama leik en margir höfðu áhyggjur af því hvort þeir gætu náð sínu besta fram hlið við hlið í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. mars 2023 10:30
„Ég hef spilað næstum því þúsund körfuboltaleiki en í dag var ég stressaður“ Kevin Durant viðurkennir að hafa verið stressaður fyrir frumraun sína með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2023 15:30
Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Körfubolti 1. mars 2023 23:36
„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. Körfubolti 1. mars 2023 22:26
Keflvíkingar skutust á toppinn | Fjölnir hafði betur gegn botnliðinu Keflavík skaust í það minnsta tímabundið aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta er liðið vann öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í kvöld, 80-60. Á sama tíma hafði Fjölnir betur gegn botnliði ÍR, 83-69. Körfubolti 1. mars 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 72-87 | Mikilvægur sigur Íslandsmeistaranna Njarðvík vann gífurlega mikilvægan 15 stiga sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 72-87, í leik sem var æsispennandi allt fram að síðasta fjórðung. Með sigrinum er Njarðvík áfram í fjórða sæti en með sex stiga forskot á Grindavík þegar fimm umferðir eru eftir. Körfubolti 1. mars 2023 20:07
Hafa enn ekki unnið eftir að þeir fengu Russell Westbrook til sín Russell Westbrook tapaði mörgum leikjum með Los Angeles Lakers á leiktíðinni og það hefur ekkert breyst eftir að hann færði sig yfir í hitt NBA-liðið í borginni. Körfubolti 1. mars 2023 16:30
Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum. Körfubolti 1. mars 2023 07:32
Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Haukar 63-77 | Haukar komnir með innbyrðisstöðu gagnvart Val Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Körfubolti 1. mars 2023 00:12
Besti leikmaður NBA-deildarinnar allur útklóraður Nikola Jokic hefur auðvitað vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu inn á körfuboltavellinum í NBA-deildinni en hann sker sig líka út fyrir hugarfarið. Körfubolti 28. febrúar 2023 15:32
Óttast að LeBron James verði frá í margar vikur LeBron James meiddist í sigurleiknum á móti Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta um helgina og þessi meiðsli virðast vera slæm. Körfubolti 28. febrúar 2023 11:00