Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Maður í „sjokki“ á bekknum hjá Hetti

Varamenn körfuboltaliða skipta miklu máli þegar kemur að því að halda uppi stemmningunni í sínu liði. Þeirra viðbrögð og orka hafa áhrif og einn leikmaður á bekknum hjá Hetti sló í gegn hjá mönnunum í Subway Körfuboltakvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul útskrifaður úr háskóla

Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már og Þórir Þorbjarnarson í sigurliðum í dag

Elvar Már Friðriksson og Þórir Þorbjarnarson stóðu í ströngu með liðum sínum í evrópska körfuboltanum fyrr í dag. Báðir komu þeir einn af varamannabekknum en lögðu lóð sín á vogarskálarnar við að hjálpa liðum sínum að vinna leikina sína.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum.  Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er auð­velt sport“

„Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“

Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88.

Körfubolti