Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. Körfubolti 7. mars 2021 22:30
Umfjöllun: Tindastóll - KR 99-104 | Enn einn útisigur KR en Stólarnir í vandræðum KR vann fimm stiga sigur á Tindastól, 104-99, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Tindastóll hefur tapað þremur leikjum í röð í Domino's deild karla en KR er að finna taktinn. Þeir virðast einnig elska að spila á útivöllum landsins. Körfubolti 7. mars 2021 21:59
Umfjöllun: Þór Akureyri – Grindavík 101-98 | Þórssigur í hörkuleik Þór Akureyri lagði Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 101-98 í hörku leik. Körfubolti 7. mars 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. Körfubolti 7. mars 2021 21:45
Martin stoðsendingahæstur í stórsigri Valencia Valencia gjörsigraði Manresa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 112-82. Þá lék Sigtryggur Arnar Björnsson vel með Real Canoe í spænsku B-deildinni. Körfubolti 7. mars 2021 20:50
Lárus: Dómarar eiga aðeins að pæla áður en þeir dæma menn strax út af Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var að vonum svekktur eftir sex stiga tap í toppslag Dominos deildar karla. Hans menn fengu Keflavík í heimsókn og þurftu að sætta sig við tap. Lokatölur 88-94. Körfubolti 7. mars 2021 20:46
Keflvíkingar unnu toppslaginn á lokakaflanum Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta. Körfubolti 7. mars 2021 20:30
Jón Axel öflugur í sigri Fraport Skyliners Jón Axel Guðmundsson átti einkar góðan leik er Fraport Skyliners sóttu sigur í greipar Göttingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 93-89 Skyliners í vil. Körfubolti 7. mars 2021 16:16
Hvað er framundan í stjörnuleik NBA? Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma. Körfubolti 7. mars 2021 09:30
Elvar Már með sjö stig í sigri Siaulia BC Siaulia heimsótti Pieno Zvaigzdes í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Siaulia, en skoraði sjö stig, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Körfubolti 6. mars 2021 19:01
Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Körfubolti 6. mars 2021 14:02
Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. Körfubolti 6. mars 2021 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 90-79 | Frábær seinni hálfleikur heimamanna Stjörnumenn eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur eftir að hafa snúið leiknum við Val sér í vil í seinni hálfleik í kvöld. Valsmenn voru ellefu stigum yfir í hálfleik en Stjarnan vann með ellefu stigum, 90-79. Körfubolti 5. mars 2021 23:20
Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur „Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik. Körfubolti 5. mars 2021 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 100-116 | Stigastormur í Ólafssal Eftir jafnan fyrri hálfleik keyrðu Þórsarar yfir Hauka í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 100-116 er liðin mættust í Domino's deild karla í kvöld. Körfubolti 5. mars 2021 20:57
Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ánægður með sigur sinna manna á Haukum í Ólafssal í 12. umferð Dominos deildar karla. Leikar enduðu 100-116 en það kom Lárusi á óvart hversu flatir hans menn voru í vörn í byrjun leiks í kvöld. Körfubolti 5. mars 2021 20:26
„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Körfubolti 5. mars 2021 15:31
NBA dagsins: Phoenix Suns er komið upp fyrir bæði Los Angeles liðin Phoenix Suns er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta og eftir síðustu leikina fyrir Stjörnuleikinn þá eru Suns menn komnir upp í annað sætið í Vesturdeildinni. Körfubolti 5. mars 2021 15:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. Körfubolti 5. mars 2021 14:31
LeBron byrjaði á að velja Giannis, Steph, Luka og Jokic í liðið sitt Fyrirliðar stjörnuliða NBA-deildarinnar, LeBron James og Kevin Durant, kusu í liðin sín í nótt en stjörnuleikur NBA fer fram á sunnudaginn kemur. Körfubolti 5. mars 2021 14:00
Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. Körfubolti 5. mars 2021 13:31
„Israel sagði mér að fara“ Ingvi Þór Guðmundsson segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að yfirgefa Hauka heldur Israels Martin, þjálfara liðsins. Körfubolti 5. mars 2021 13:00
Haukar „lúffa“ í máli Hjálmars Haukar munu ekkert aðhafast frekar vegna vistaskipta Hjálmars Stefánssonar, landsliðsmanns í körfubolta, til Vals. „Við erum búnir að reikna það út að það hefur ekkert upp á sig og bara áfram með smjörið,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Körfubolti 5. mars 2021 10:00
Boston Celtics liðið aðeins að braggast Síðustu leikirnir fyrir Stjörnuleikshelgina fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og eitthvað var um það að stjörnuleikmenn liðanna voru hvíldir. Boston Celtics er komið á sigurgöngu og leikmenn Phoenix Suns unnu stórsigur á Golden State Warriors. Körfubolti 5. mars 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 77-81 | Stigin tvö fara í Vesturbæ KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. Körfubolti 4. mars 2021 23:45
„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“ Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. Körfubolti 4. mars 2021 22:56
Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. Innlent 4. mars 2021 22:48
Jón Axel frábær er Skyliners nálgast sæti í úrslitakeppninni Jón Axel Guðmundsson átti frábæran leik er Fraport Skyliners vann níu stiga sigur á Vechta í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 84-75. Körfubolti 4. mars 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 89-96 | Enginn skjálfti í Hattarmönnum í Grindavík Höttur vann góðan útisigur á Grindvíkingum í Domino´s deild karla í kvöld. Lokatölur 96-89 þar sem Höttur sigldi fram úr í síðari hálfleiknum. Körfubolti 4. mars 2021 22:20
Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. Körfubolti 4. mars 2021 21:52