Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

Körfubolti
Fréttamynd

Alba Berlin úr leik í bikarnum

Alba Berlin er úr leik í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir 80-67 tap á útivelli gegn Bamberg. Martin Hermannsson skoraði sex stig fyrir Berlínarmenn, gaf þrjár stoðsendingar og greip tvö fráköst. Þetta var hans þriðji leikur eftir að hafa stigið upp úr meiðslum, sem héldu honum frá keppni í heilan mánuð.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi stiga­hæstur á vellinum

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur á vellinum þegar Bilbao Basket tapaði fyrir Baskonia, 67-69, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum aldrei að fara gefast upp“

Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75.

Körfubolti
Fréttamynd

„Byggjum á þessu og höldum á­fram að verða betri“

Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Álfta­nes - Stjarnan 77-97 | Þægi­legur sigur gestanna

Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bene­dikt í bann

Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

Körfubolti