Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

ESB hættir við um­deilda á­kvörðun um bólu­efnis­út­flutning

Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföllum fjölgar hratt í Mexíkó

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Mexíkó hefur aukist hratt að undanförnu. Nú hefur landið tekið fram úr Indlandi í dauðsföllum og er nú í þriðja sæti á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar

Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu

Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Spikfeit gulrót: Líf án veirunnar

Varla líður sá dagur sem heilbrigðisyfirvöld eru ekki spurð út í næstu tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Í ljósi góðrar stöðu hér á landi samanborið við ástandið á meginlandi Evrópu er ekki nema von að fólk spyrji.

Skoðun
Fréttamynd

Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn

Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja harðar aðgerðir út febrúar

Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst.

Erlent
Fréttamynd

Lífið orðið eins og það var fyrir Covid

Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna.

Erlent
Fréttamynd

Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Læknamistök

Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp.

Skoðun