Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Grænland lokað næstu tvær vikur

Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær.

Erlent
Fréttamynd

Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland.

Erlent
Fréttamynd

Færri gjaldþrot en óttast var

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur árið vera það erfiðasta frá upp­hafi

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum.

Innlent
Fréttamynd

Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla

Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur

Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer.

Innlent
Fréttamynd

Deilurnar um ávísanirnar halda áfram

Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast

Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19

Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera.

Erlent
Fréttamynd

Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin

Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila.

Erlent
Fréttamynd

Níu greindust innanlands í gær

Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum Covid.is.

Innlent
Fréttamynd

Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi

Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ný­kjörinn þing­maður látinn af völdum Co­vid-19

Repúblikaninn Luke Letlow, sem kjörinn var á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Louisiana í kosningunum í nóvember, er látinn af völdum Covid-19. Hinn 41 árs gamli Letlow er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að láta lífið af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra

Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni.

Erlent
Fréttamynd

„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“

Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir.

Viðskipti innlent