Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Smit hjá liði Guðjóns Vals

Leikmaður Gummersbach greindist með kórónuveiruna og næstu tveimur leikjum liðsins hefur verið frestað. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fólk fari að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið vegna Covid-19 Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“

Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tekst á við enn eina krísuna

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri.

Erlent
Fréttamynd

Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins

Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti.

Tónlist