Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“

Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum.

Innlent
Fréttamynd

Japanir saka Kín­verja um hefndar­að­gerðir

Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum.

Erlent
Fréttamynd

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun

Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Handbolti
Fréttamynd

Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023

„Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“

Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri.

Innlent