Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Víkingar streyma í hraðprófin

Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri kosið utan­kjör­fundar í ó­venju­legum kosningum

Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar.

Innlent
Fréttamynd

36 greindust innanlands með Covid-19

Í gær greindust 36 einstaklingar innan­lands með Co­vid-19 og voru 28 í sóttkví við greiningu. Tuttugu voru óbólusettir. 348 einstaklingar eru í einangrun hér á landi vegna sjúkdómsins og 1.164 í sóttkví. 

Innlent
Fréttamynd

Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns

Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

„Við héldum að við myndum sleppa“

Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum.

Innlent
Fréttamynd

„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóður­auga á öðru og það var blóð út um allt“

Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir.

Lífið
Fréttamynd

Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð.

Innlent
Fréttamynd

Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali.

Erlent
Fréttamynd

Skotinn til bana eftir að hafa krafið við­skipta­vin um að bera grímu

Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Gefum milljarða!

Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja.

Skoðun
Fréttamynd

Söng­skólarnir eru í vanda

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er nú að hefja sinn áttunda starfsvetur. Námið er geysivinsælt og færri komast að en vilja. Hér þjálfum við og menntum nemendur í tónlistarleikhúsi og öllu því sem fylgir að setja upp söngleik.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrg framtið-xY

Senn líður að kosningum til Alþingis, kosningar í kjölfar fordæmalausra tíma í sögu þjóðarinnar. Undanfarið eitt og hálft ár hefur gildismati okkar verið snúið á haus.

Skoðun