Stór stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni Íslensk fyrirtæki eru nokkuð á eftir því sem gengur og gerist annars staðar þegar kemur að upplýsingagjöf í sjálfbærni. Fyrirtækjanna bíður fjöldi tækifæri til að taka sjálfbærnimálin fastari tökum og vera tilbúin fyrir það sem koma skal bæði í löggjöf og almennt í samræmi við auknar kröfur sem almenningur, neytendur og fjárfestar gera til sjálfbærnimála fyrirtækja. Umræðan 4. nóvember 2022 10:01
Svandís ávarpar aðildarríkjafund í Egyptalandi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra verður fulltrúi Íslands á tuttugasta og sjöunda aðildarríkjafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP27). Fundurinn stendur nú yfir í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Innlent 3. nóvember 2022 15:19
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. Erlent 2. nóvember 2022 23:38
Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. Innlent 1. nóvember 2022 20:09
Hvert er þitt framlag í loftlagspúkkið? Leiðin að kolefnishlutleysi árið 2040 er ekki að fullu kortlögð og verður engin gleðiganga í lystigarðinum. Hins vegar er ljóst að ef stórhuga markmið stjórnvalda eiga að nást þarf að taka hugrökk skref og tryggja víðtækt samstarf allra helstu hagaðila innanlands. Umræðan 1. nóvember 2022 10:01
Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð. Innlent 29. október 2022 17:35
Samkomulag um að banna nýja jarðefnaeldsneytisbíla í höfn Evrópusambandið náði samkomulagi um lög sem myndu í reynd banna nýja bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2035 í dag. Samkvæmt því þurfa bílaframleiðendur að ná 100% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda innan þrettán ára. Erlent 28. október 2022 08:37
Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Erlent 28. október 2022 07:34
Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. Innlent 27. október 2022 18:43
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. Erlent 27. október 2022 14:08
Ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs. Innlent 27. október 2022 11:21
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Innlent 27. október 2022 08:58
Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. Erlent 26. október 2022 23:25
Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Innlent 26. október 2022 20:00
Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Erlent 26. október 2022 15:01
Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Innlent 26. október 2022 11:57
Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar. Erlent 26. október 2022 09:10
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Erlent 26. október 2022 08:42
Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Erlent 24. október 2022 06:43
Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. Innlent 23. október 2022 20:04
Búast við hlutfallslega lítilli aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) spáir því að losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundumvegna bruna á jarðefnaeldsneyti aukist um innan við eitt prósent á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Það megi þakka uppgangi endurnýjanlegra orkugjafa og rafknúinna bifreiða. Erlent 21. október 2022 15:23
Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO BYKO Leiga opnaði nýverið útibú og verslun að Selhellu í Hafnarfirði sérstaklega hugsað fyrir fagaðila í byggingageiranum. Með þessu færist þungi starfseminnar í Hafnarfjörð og þar býðst viðskiptavinum mikið úrval af tækjum og búnaði til byggingaframkvæmda, bæði til leigu og kaups. Samstarf 20. október 2022 13:16
Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Skoðun 20. október 2022 11:01
Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Erlent 20. október 2022 09:16
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19. október 2022 12:29
Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Innlent 19. október 2022 11:42
Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. Innlent 19. október 2022 09:23
Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. Innlent 18. október 2022 19:41
Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu. Innlent 18. október 2022 14:22
Einn hefur látist í gríðarlegum flóðum í Ástralíu Íbúar í þremur áströlskum fylkjum hafa þurft að flýja heimili sín vegna úrhellisrigninga og flóða. Í hluta landsins hefur rigning undanfarinn sólarhring verið fjórum sinnum meiri en að meðaltali í októbermánuði. Erlent 14. október 2022 08:22