

Matur
Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts.

Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“
Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði?

Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts
Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

„Sorgleg þróun“
Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag.

Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Hækka lágmarksverð mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar.

Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins
Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi.

Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.

Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar
Það var stuð og stemning og mikil spenna í loftinu þegar Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um helgina. Þrír hlutu Íslandsmeistaratitilinn og sköruðu fram úr í fagmennsku, nákvæmni, skapandi eiginleika og seiglu.

Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“
„Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón.

Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli
Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur.

Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus
„Það er engin leið að segja nákvæmlega hvað fór úrskeiðis, hvernig þessi baktería komst inn í okkar vistkerfi og afhverju þetta smitaði svona marga.“

Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl
Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan.

Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð
Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum.

Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót
Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar.

Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum
Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu.

Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti
Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir.

Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu
Ný vörulína Moomin Arabia markar upphaf áttræðisfögnuðar Moomin í ár, þar sem grunngildum Múmínálfanna sem tengja okkur við Múmínsögurnar – kærleikur, vinátta og samvera, er gert hátt undir höfði.

Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu?
Heilsan okkar er ný fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar sem varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Á fyrsta fundinum verður reynt að svara spurningunni: „Er aukin kjöt- og próteinneysla leið að bættri heilsu?“ Sýnt verður frá fundinum, sem hefst klukkan 11:30, hér á Vísi.

Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben
Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir útbjó ódýran og ljúffengan kvöldverð sem ætti að hitta í mark hjá flestum aldurshópum. Hvernig hljómar klassíkur grjónagrautur og litríkt túnfisksalat á köldum vetrardegi? Uppskriftina deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram og á vefsíðunni Lindaben.is

Erum við að borða nóg af rauðu kjöti?
Um áratugaskeið hafa heilbrigðisyfirvöld ráðlagt almenningi að takmarka neyslu á rauðu kjöti.

Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn
Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco
Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt.

Innkalla brauð vegna brots úr peru
Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru.

Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu
Hópur tíu lækna með „áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum“, eins og þeir segja, skrifa grein um mettaða fitu og upplýsingaóreiðu sem þarf svara við.

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“
„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Sama tóbakið
Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi.

Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar
Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins
Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Heitustu trendin árið 2025
Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.