Chelsea sigraði slakt lið AC Milan Chelsea vann þægilegan 3-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en Milan var alls án níu leikmanna vegna meiðsla í kvöld. Fótbolti 5. október 2022 21:30
Ísak og Hákon réðu ekki við Englandsmeistarana Manchester City vann auðveldan 5-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í G-riðli Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigur City var aldrei í hættu. Fótbolti 5. október 2022 21:16
Leipzig fór auðveldlega í gegnum Celtic | Salzburg á topp E-riðils Red Bull liðin Leipzig og Salzburg unnu bæði sigra í sínum leikjum í fyrstu viðureignum Meistaradeildar Evrópi í dag. Fótbolti 5. október 2022 18:45
Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 5. október 2022 13:30
„Ég er hneykslaður“ Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Fótbolti 5. október 2022 07:31
„Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu“ Trent Alexander-Arnold, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 22:00
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Fótbolti 4. október 2022 21:19
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 20:59
Öruggur sigur Liverpool gegn Rangers Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Rangers í A-riðli Meistaraeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool heldur í við topplið Napoli sem valtaði yfir Ajax á sama tíma. Fótbolti 4. október 2022 20:52
Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Fótbolti 4. október 2022 19:05
Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Fótbolti 4. október 2022 15:30
Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. Fótbolti 4. október 2022 13:01
Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Íslenski boltinn 4. október 2022 08:00
Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Enski boltinn 3. október 2022 15:00
Stuðningsmenn Liverpool ætla í hart gegn UEFA Meira en 1.700 stuðningsmenn Liverpool, sem urðu fyrir skaða vegna þeirra ringulreiðar sem skapaðist á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í París á síðasta tímabili, ætla að ákæra UEFA vegna skipulagsleysis í kringum leikinn. Fótbolti 24. september 2022 11:44
Upplausn eftir tapið fyrir Víkingi: Þjálfarinn entist í tíu daga Levadia Tallinn, sem féll úr keppni fyrir Víkingi í Meistaradeild Evrópu fyrr í sumar, hefur rekið nýjan þjálfara sinn eftir aðeins einn leik. Félagið hefur farið í gegnum nokkra þjálfara frá tapinu í sumar. Fótbolti 23. september 2022 10:31
Baulað á Hakimi í Ísrael Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki. Fótbolti 15. september 2022 23:30
Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni. Fótbolti 15. september 2022 14:00
Utan vallar: Íslendingar áberandi er Meistaradeildin mætti til Köben Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni. Fótbolti 15. september 2022 12:01
Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. Fótbolti 15. september 2022 09:31
Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. Fótbolti 15. september 2022 09:00
Börnin réðu ekki við sig og föðmuðu Messi Börnin sem fengu að leiða leikmenn inn á völlinn í leik Maccabi Haifa og PSG í Ísrael í gærkvöld sýndu kostuleg viðbrögð þegar þau sáu sjálfan Lionel Messi. Fótbolti 15. september 2022 07:30
Milan ekki í vandræðum með Zagreb | Jafnt í Póllandi AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá. Fótbolti 15. september 2022 00:51
Messi, Mbappe og Neymar skoruðu allir í sigri PSG Framlína PSG var öll á skotskónum í sigri PSG á Maccabi Haifa á meðan Benfica gerði sér lítið fyrir og sigraði Juventus á útivelli. Napoli og Real Madrid unnu einnig sigra á sínum mótherjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2022 21:45
Jafntefli niðurstaðan í fyrsta leik Potter með Chelsea Chelsea gerði 1-1 jafntefli við RB Salzburg í Meistaradeildinni í fyrsta leik Graham Potter við stjórnvölinn hjá Chelsea. Fótbolti 14. september 2022 21:30
Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 14. september 2022 21:15
Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2022 21:00
Milan ekki í vandræðum með Zagreb | Jafnt í Póllandi AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá. Fótbolti 14. september 2022 19:01
Ísak í byrjunarliði FCK gegn Sevilla Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir spænska liðinu Sevilla í Meistardeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. september 2022 18:04
Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. Fótbolti 14. september 2022 12:15