Vann ekki Eddu en getur þakkað Eddu fyrir augnablik sem gleymist seint Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu vann ekki í flokknum sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í kvöld. Hún átti þó eitt af augnablikum kvöldsins í beinni útsendingu á RÚV. Lífið 18. september 2022 23:47
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. Lífið 18. september 2022 21:42
„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“ Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. Tónlist 18. september 2022 17:13
TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn. Lífið 18. september 2022 12:00
Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku. Lífið 17. september 2022 21:35
„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“ Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio. Tónlist 17. september 2022 16:00
Opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki: „Sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur“ Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu. Menning 17. september 2022 14:00
„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 17. september 2022 11:30
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. Atvinnulíf 17. september 2022 10:01
Tónlistarnám í Reykjavík allt að tvöfalt dýrara Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. Innlent 17. september 2022 07:39
EyvindR kemur fram á SIRKUS í kvöld! Albumm heldur sína fimmtu tónleika á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Það er enginn annar en rapparinn EyvindR sem kemur fram á þessum flottu tónleikum. Albumm 17. september 2022 01:25
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Innlent 16. september 2022 20:22
„Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. Tónlist 16. september 2022 15:30
Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis. Lífið 16. september 2022 15:01
Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. Menning 16. september 2022 13:30
Cardi B játar líkamsárás á strippstað Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset. Lífið 16. september 2022 12:57
Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. Innlent 16. september 2022 11:53
Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. Tónlist 15. september 2022 20:41
Ævi og ferill Whitney Houston til sýnis í væntanlegri kvikmynd Fyrsta stikla kvikmyndarinnar „I Wanna Dance With Somebody“ sem byggð er á lífi og starfi söngkonunnar Whitney Houston hefur litið dagsins ljós. Í stiklunni má sjá búta af leiðinni sem Houston fór að þeirri gríðarlegu frægð sem umkringdi feril hennar og mikilvæg augnablik úr hennar einkalífi. Bíó og sjónvarp 15. september 2022 18:12
Ungar stúlkur bregðast við Litlu hafmeyjunni: „Hún er dökk eins og ég!“ Myndbönd hafa gengið um netheima þar sem sjá má viðbrögð ungra stúlkna við fyrstu stiklu úr væntanlegri kvikmynd um Litlu hafmeyjuna. Hjartnæm viðbrögð stúlknanna við húðlit hafmeyjunnar hafa vakið athygli en í kvikmyndinni er Aríel dökk á hörund. Lífið 15. september 2022 15:29
Spartverjar á Íslandi Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss. Bíó og sjónvarp 15. september 2022 14:24
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. Viðskipti innlent 15. september 2022 14:10
Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. Lífið 15. september 2022 12:30
Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Erlent 15. september 2022 08:30
Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. Tónlist 14. september 2022 21:02
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. Lífið 14. september 2022 20:01
„Ovule er mín skilgreining á ást" Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð. Albumm 14. september 2022 15:01
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. Innlent 14. september 2022 14:28
Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Tónlist 14. september 2022 13:30
Gríska stórleikkonan Irene Papas er látin Gríska leikkonan Irene Papas, sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, er látin, 96 ára að aldri. Menning 14. september 2022 13:12