Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. Tónlist 3. september 2024 11:31
Fróaði sér á tónleikum með Bríeti Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið. Lífið 3. september 2024 10:33
Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það. Lífið 3. september 2024 09:53
Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð „Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar. Gagnrýni 3. september 2024 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. Atvinnulíf 3. september 2024 07:01
Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. Tónlist 2. september 2024 20:00
Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Lífið 2. september 2024 17:36
Rándýr frumsýning hjá LXS skvísum í Sjálandi Það var mikið um dýrðir þegar þriðja sería raunveruleikaþáttanna LXS var frumsýnd í Sjálandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ á miðvikudagskvöld. Lífið 2. september 2024 13:59
Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni „Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni. Tónlist 2. september 2024 11:30
Ljósbrot valin besta norræna kvikmyndin Kvikmyndin Ljósbrot hefur farið sigurför um heiminn og hlaut um helgina aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló sem besta norræna kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 2. september 2024 10:37
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Lífið 2. september 2024 09:47
Sautján tíma ferðalag með krefjandi Steinda framundan „Þetta er stundum eins og að ferðast með þriðja barninu sínu,“ segir skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal um sautján tíma ferðalag til Nýja Sjálands sem framundan er hjá honum og Steinda Jr. Saman eru þeir lið í nýrri Draumsseríu sem væntanleg er á Stöð 2 í febrúar. Lífið 1. september 2024 17:02
„Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“. Menning 1. september 2024 11:21
Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Lífið 31. ágúst 2024 23:56
Hneig niður á miðjum tónleikum Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn. Erlent 31. ágúst 2024 17:33
Milljónir Oasis-aðdáenda berjast um miða Miðasala á tónleika bresku hljómsveitarinnar Oasis hófst í dag með miklum látum, vægast sagt. Uppselt er á tónleikana í Dyflinn og dæmi eru um að miðar séu í endursölu á hátt í fimm milljónir króna. Lífið 31. ágúst 2024 13:48
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. Innlent 30. ágúst 2024 15:31
Auður segist hafa trú á sér þrátt fyrir allt Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, segist vera kominn með nóg af samfélagsmiðlum og pressunni sem þeim fylgja. Þetta kemur fram í færslu hjá Auðunni á samfélagsmiðlum. Lífið 30. ágúst 2024 14:58
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. Bíó og sjónvarp 30. ágúst 2024 14:05
Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra. Lífið 30. ágúst 2024 14:02
Einstök saga sem á erindi við okkur öll Taktu flugið, beibí! er glænýtt íslenskt verk sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 12. september. Lífið samstarf 30. ágúst 2024 13:14
Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í fimmtánda skiptið í Reykjavík í næstu viku. Pan Thorarensen hefur staðið að hátíðinni frá upphafi sem fyrst var haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls, síðan í Berlín og svo loksins í Reykjavík. Tónlist 30. ágúst 2024 09:30
Orðið ljóst hvaða svissneska borg mun hýsa Eurovision í maí Eurovision-keppnin mun fara fram í svissnesku borginni Basel í maí á næsta ári. Lífið 30. ágúst 2024 08:37
Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer. Erlent 30. ágúst 2024 08:02
Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina. Tónlist 29. ágúst 2024 23:10
Flóni er einhleypur Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. Lífið 29. ágúst 2024 19:30
Lymskuleg skot Love Island stjörnu Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. Lífið 29. ágúst 2024 16:34
Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. Lífið 29. ágúst 2024 15:05
Sver af sér ásakanir um framhjáhald Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig. Lífið 29. ágúst 2024 13:35
Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Erlent 29. ágúst 2024 11:18