„Hér hvílir sannleikurinn“ Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 9. desember 2024 11:25 Myrkir atburðir á Vestfjörðum í upphafi 17. aldar eru efniviður nýjustu skáldsögu Jóns Kalman. Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar um nýjustu bók Jóns Kalman á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka hefur þetta að segja um bókina: Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sjá meira
Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sjá meira