Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Talið niður í ABBA: Siggi Hlö búinn að poppa

Aðdáendur sænsku ofurhljómsveitarinnar ABBA bíða með öndina í hálsinum eftir að klukkan slái korter í fimm í dag þegar búist er við að sveitin kynni fimm ný lög. Það yrðu fyrstu lög ABBA í þrjátíu og níu ár.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hefði ekki getað í­myndað mér að þetta væri svona vont“

Kristín Eiríksdóttir skáld segist hafa lært mikið um höfundarrétt á síðustu mánuðum, eftir að hún upplifði að hugverki sínu hefði verið stolið þegar þáttaröðin Systrabönd kom út. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve sár sú lífsreynsla hafi í raun og veru reynst henni.

Lífið
Fréttamynd

Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi

Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan.

Lífið
Fréttamynd

„Einar Ás­kell er ein­hvern veginn erki­týpískt barn“

„Einar Áskell er einhvern veginn erkitýpískt barn. Hann er hið týpiska barn. Ég held að það sé þess vegna sem maður sem foreldri hefur svo gaman af því að lesa bækurnar um Einar Áskel. Maður kannast við svo ótrúlega margt frá þeim börnum sem maður þekkir í fari hans.“

Menning
Fréttamynd

Hróðmar Sigurðsson gefur út sína fyrstu plötu

Í dag gaf gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson út sína fyrstu plötu og kemur hún út á vegum Reykjavik Record Shop. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa, Hörpu klukkan átta.

Tónlist
Fréttamynd

Ed Asner er fallinn frá

Bandaríski leikarinn Ed Asner, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, er látinn, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína.

Lífið
Fréttamynd

Donda er loksins komin út

Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007.

Tónlist
Fréttamynd

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.

Lífið
Fréttamynd

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Innlent